Fréttayfirlit

Tíu dagar í Handverkshátíð

Um hundrað sýnendur taka þátt í ár og fjölbreytnin er mikil. Innandyra má sjá og versla fatnað, fylgihluti, keramik, list, snyrtivörur, textílvörur, skart ofl. úr rammíslenskum hráefnum svo sem hrauni, ull, roði, lambskinni, hreindýraskinni og vestfirsku klóþangi. 

Ekki má gleyma góðgætinu úr íslensku náttúrunni sem til sölu verður á útisvæðinu.

Ýmsar uppákomur verða á útisvæðinu. Tískusýningar verða alla dagana líkt og undanfarin ár.  Svæðafélag HRFÍ á Norðurlandi – Norðurhundar verða með kynningu á ýmsum hundategundum, hlutverki þeirra og ræktun.  Gestum sýningarinnar gefst tækifæri á að kynnast hundunum og starfi félagsins. Tvær sérstakar sýningar verða bæði laugardag og sunnudag.


Félag ungra bænda á Norðurlandi verður einnig með uppákomur. Þar má nefna rúning, kálfasýningu, ungbændakeppni og traktoraþraut. Sjá dagskrá hátíðarinnar.

26.07.2011