Fréttayfirlit

Námskeiðin í ár

Í tengslum við Handverkshátíð eru árlega haldin námskeið og svo verður einnig í ár. Upplýsingar um námskeið ársins eru farin að tínast hér inn á síðuna og eru allir áhugasamir hvattir til að fylgjast með, enda takmarkanir á hversu margir komast að á hverju námskeiði.

Upplýsingar um námskeiðin má sjá í valstikunni hér til vinstri á síðunni. 

29.06.2012

Héðinsfjarðartrefillinn á Handverkshátíð

Ester Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar við Hrafnagilsskóla  fékk á dögunum afhenta gjöf frá Fríðu Gylfadóttur listakonu í Fjallabyggð, en það var hluti Héðinsfjarðartrefilsins. Forsaga trefilsins er sú að árið 2010 stóð Fríða fyrir sameiginlegu prjónaátaki heimamanna og gesta í Fjallabyggð og var tilefnið opnun Héðinsfjarðarganga um haustið. Þá höfðu Fríða og félagar prjónað 17 km langan trefil sem tákn um sameiningu og samtöðu.
06.06.2012