Fréttayfirlit

List og landbúnaður á N4 6. ágúst

Upphitun fyrir Handverkshátíð 2013. Fylgist með á N4 n.k. þriðjudag
01.08.2013

Afmælissýning Heimilisiðnaðarfélagsins á Handverkshátíð

Heimilisiðnaðarfélagið heldur upp á 100 ára afmæli sitt í ár og verður með glæsilega sýningu á Handverkshátíð. Félagið hefur verið gestu hátíðarinnar í mörg ár og af tilefni aldar afmælis félagsins setur það upp sérstaka sýningu af þessu tilefni í Hjarta sýningarsvæðis 1. Sýndir verða þjóðbúningar með áherslu á Faldbúninginn bæði tilbúna og búning í vinnslu. Nýjasta bók félagsins "Faldar og skart" verður til sýnis og sölu. Félagskonur kynna ýmiskonar handverki s.s. knipl, útsaum, prjóni, hekl og til sýnis verða ýmsir munir á borð við vettlingar, sjöl og jurtalitað band auk afmælispeysunnar "Sjónu". Myndir úr starfi félagsins muni einnig prýða sýninguna.
31.07.2013

Þáttur um Handverkshátíðina á RÚV í kvöld

Þáttur um 20. Handverkshátíðina í Eyjafjarðarsveit og landbúnaðarsýningu sem haldnar voru sumarið 2012 verður sýndur í kvöld á RÚV kl: 19:35
30.07.2013

Handverkshátíðin á RÚV

Þáttur um 20. Handverkshátíðina í Eyjafjarðarsveit sem haldin var sumarið 2012 verður sýndur þriðjudaginn 30. júlí kl: 19:35 RÚV.
19.07.2013

Prúðbúnir póstkassar í Eyjafjarðarsveit

Það leynir sér ekki að nú styttist í Handverkshátíð og póstkassarnir í Eyjafjarðarsveit eru byrjaðir að "blómstra".
17.07.2013

Sýnendur Handverkshátíðar 2013

Nú þegar er hægt að sjá skipulag sýningarsvæðisins ásamt nánari upplýsingum um sýnendur undir flipanum "Um hátíðina". Fylgist einnig með okkur á Facebook þar sem við setjum skemmtilegan leik í gang þegar nær dregur hátíðinni.
12.07.2013