Heimilisiðnaðarfélagið heldur upp á 100 ára afmæli sitt í ár og verður með glæsilega sýningu á Handverkshátíð.
Félagið hefur verið gestu hátíðarinnar í mörg ár og af tilefni aldar afmælis félagsins setur það upp sérstaka sýningu af þessu tilefni í Hjarta sýningarsvæðis 1. Sýndir verða þjóðbúningar með áherslu á Faldbúninginn bæði tilbúna og búning í vinnslu. Nýjasta bók félagsins "Faldar og skart" verður til sýnis og sölu. Félagskonur kynna ýmiskonar handverki s.s. knipl, útsaum, prjóni, hekl og til sýnis verða ýmsir munir á borð við vettlingar, sjöl og jurtalitað band auk afmælispeysunnar "Sjónu". Myndir úr starfi félagsins muni einnig prýða sýninguna.