Fréttayfirlit

Umsóknarfresturinn rennur út 7. apríl

Fjöldi umsókna hefur borist og ánægjulegt að sjá hversu margir nýjir aðilar hafa sótt um. Við viljum minna á að umsóknarfresturinn rennur út þriðjudaginn 7. apríl. Rafrænt umsóknareyðublað er að finna undir "Umsókn" efst í valstikunni. Niðurstaða valnefndar liggur fyrir þann 6. maí 2015. Öllum umsóknum verður svarað.
27.03.2015

Enn og aftur skemmtileg uppákoma í tengslum við Handverkshátíð

Undirbúningur 23. Handverkshátíðar sem fram fer 6.-9. ágúst er hafinn. Hátíðin er löngu orðin einn stærsti menningarviðburður á Eyjafjarðarsvæðinu jafnframt því að vera stærsti vettvangur handverksfólks og hönnuða á landinu. Árlega eru um 100 sýnendur og fær hátíðin um 15-20 þúsund heimsóknir. Í aðdraganda hátíðarinnar undanfarin ár hafa íbúar Eyjafjarðarsveitar lagt sitt af mörkum við að kæta gesti með ýmsum uppákomum s.s. skreyta póstkassa, prjóna klæði á traktor og kýr svo eitthvað sé nefnt. Í ár verða það fuglahræður sem munu fara á stjá og er beðið með eftirvæntingu eftir þeim. Umsóknir vegna þátttöku á hátíðinni streyma inn þessa dagana og viljum benda á að umsóknarfrestur rennur út 1. apríl. Umsóknareyðublað er að finna hér.
19.03.2015