Fréttayfirlit

Kvöldvaka föstudagskvöldið 5. ágúst 2016

Kvöldvaka Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar verður föstudagskvöldið 5. ágúst kl. 19:30-23:00. Miðaverð 4.200 kr. fullorðnir og 2.300 kr. börn.
05.08.2016

Handverkshátíð og Landbúnaðarsýning Hrafnagili Eyjafjarðarsveit

Fimmtudag – laugardag frá kl. 12.00 – 19.00 og sunnudag frá kl. 12.00 – 18.00 Handverksmarkaður fimmtudag, laugardag og sunnudag í veislutjaldi. Fjölbreyttur og spennandi matarmarkaður alla dagana. Forsala aðgöngumiða á kvöldvökuna verður í veitingasölunni fimmtudag og föstudag.
04.08.2016

Sýningarskrá Handverkshátíðar 2016

Nú fer senn að líða að Handverkshátíð og Landbúnaðarsýningu í Eyjafjarðarsveit. Á sýningarsvæðinu mun fólk sjá úrval af því allra besta í íslensku handverki og um leið verður hægt að kynna sér nýjustu tækni í landbúnaði.
25.07.2016

HANDVERK OG LANDBÚNAÐUR Á GLÆSILEGRI SÝNINGU VIÐ HRAFNAGIL

Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla verður haldinn í 24. sinn dagana 4. – 7. ágúst næstkomandi. Á sama tíma fer fram Landbúnaðarsýning þar sem söluaðilar og bændur munu taka höndum saman um að kynna helstu nýjungar í íslenskum landbúnaði. Samhliða sýningunum verða hinar ýmsu uppákomur í sveitinni bæði innan sýningarsvæðisins og utan þess. Framkvæmdastjórar sýningarinnar eru Katrín Káradóttir og Guðný Jóhannesdóttir og lofa þær stöllur að innan svæðisins muni öll fjölskyldan finna eitthvað við sitt hæfi. Það er því um að gera að taka helgina frá enda búið að panta hið rómaða eyfirska blíðviðri.
15.02.2016