Fréttayfirlit

Handverkshátíð 2017

Handverkshátíðin í Eyjafjarðarsveit er nú haldin i 25. skiptið og við fögnum þessum tímamótum á margvíslegan hátt með veglegri Handverkshátið. Handverkshátíð hefur löngu sannað tilvist sína sem vettvangur þar sem hittist handverksfólk víðs vegar að af landinu, skemmra sem lengra komnir, einstaklingar sem handverkshópar. Sú var einmitt hugmyndin að baki hátíðinni í upphafi – að leiða fólk saman sem deildi þeirri sameiginlegu sýn að efla íslenskt handverk og tryggja að þekking á gömlu íslensku handverki færðist milli kynslóða.
28.07.2017

Sýningin UR BJÖRK

Sunnudaginn 30. júlí kl. 12 opnar sænska farandsýningin UR BJÖRK, eða úr birki, í Hrafnagilsskóla. Að sýningunni standa 22 handverksmenn og -konur sem skiptu á milli sín heilu birkitré og fengu það hlutverk að nýta allt efnið með frjálsum huga og höndum. Sýningin er fengin hingað í tengslum við Handverkshátíðina og verður opin frá 30. júlí til 13. ágúst kl. 12-18. Miðaverð er 500 kr. fyrir fullorðna eða armband sem gildir á Handverkshátíðina, 1.000 kr.
26.07.2017

Námskeið hjá Knut Östgård

Sænski heimilisiðnaðarráðunauturinn Knut Östgård mun halda tvö námskeið 14.-17. ágúst í tengslum við Handverkshátíðina.
26.07.2017

Við opnum fyrir umsóknir á Handverksmarkað á Handverkshátíð!

Markaðsdagar verða fimmtudaginn 10.ágúst, laugardaginn 12.ágúst og sunnudaginn 13.ágúst. Markaðurinn er hugsaður fyrir einstaklinga með eigið handverk sem vilja eiga þess kost að taka þátt í hátíðinni með því að kaupa aðgang að söluborði einn dag. Áhugasamir sendi tölvupóst á handverk@esveit.is. Við viljum fá nafn, heimilisfang, síma, söludag og hverskonar handverk verður til sölu. Verð fyrir borð á handverksmarkaði er kr. 10.000
13.06.2017

Opið fyrir umsóknir á Handverkshátíð 2017

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á Handverkshátíð 2017. Handverkshátíðin fer fram dagana 10.-13. ágúst.
21.02.2017

Styrkur frá Norðurorku

Á Handverkshátíð 2016 var haldin listasmiðja fyrir börn. Þótti smiðjan takast vel í alla staði og því hugur á að endurtaka leikinn að ári. Sótt var um styrk til Norðurorku sem auglýsti eftir styrkumsóknum til samfélagsverkefna og var Handverkshátíðin á meðal fjölmargra sem hlutu styrk að þessu sinni. Við þökkum Norðurorku kærlega fyrir og hlökkum til að sjá afrakstur smiðjunnar á Handverkshátíð 2017.
16.01.2017