Fréttayfirlit

Sleppingar fyrir sauðfé verða þann 15. júní í ár

Fjallskilanefnd hefur ákveðið að seinka sleppingum sauðfjár um nokkra daga vegna aðstæðna svo sem snjóalaga og gróðurs. Þá eru fjáreigendur beðnir um að taka mið af aðstæðum á sinni afrétt eftir þann dag. Beitartímabil vegna naugripa hefst 20. júní og lýkur 1. október. Beitartímabil hrossa hefst 20. júní og lýkur 10. janúar á næsta ári. Göngur verða eftirfarandi: Göngur fara fram 5.-8. september. Göngur fara fram 20.-22. september. Hrossasmölun verður 4. október og stóðréttir 5. október.
28.05.2024
Fréttir

Girðingar og sleppingar

Áhersla er lögð á að fjallsgirðingar skulu fjár- og gripheldar fyrir 10. júní og séu það til 10. janúar ár hvert sbr. 5. gr. sömu samþykktar. Mælst er til þess að fullorðnum hrútum sé ekki sleppt á afrétt.
28.05.2024
Fréttir

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar lokuð 27.-31. maí

Íþróttamiðstöðin verður lokuð frá mánudeginum 27. maí til og með föstudeginum 31. maí vegna námskeiða starfsfólks og viðhalds. Opnum skv. sumaropnunartíma laugardaginn 1. júní. Hlökkum til sumarsins og bjóðum ykkur velkomin til okkar.
21.05.2024
Fréttir

Forsetakosningar 1. júní 2024 - Ath. uppfært gsm númer!

Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit vegna forsetakosninganna 1. júní 2024 verður í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00. Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja með mynd eða á annan fullnægjandi hátt. Bent er á að ef nota á stafræn ökuskírteini þá þarf að huga að uppfærslu þeirra áður en komið er á kjörstað.
11.05.2024
Fréttir

Laus staða flokksstjóra vinnuskólans 

Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða í starf flokksstjóra við vinnuskólann í sumar. Starfið felst m.a. í því að stjórna starfi nemenda vinnuskólans, leiðbeina nemendum og fræða þá um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu í samráði við verkstjóra vinnuskólans. Sinna verkefnum við hreinsun á umhverfi og almennum garðyrkjustörfum. Flokksstjóri vinnur auk þess markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda. Hæfniskröfur: Vera góð fyrirmynd, stundvísi, vinnusemi, sjálfstæði og frumkvæði í starfi. Bílpróf er skilyrði og viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar um starfi veitir Davíð Ágústsson forstöðumaður eignasjóðs Eyjafjarðarsveitar í síma 894 3118. Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skila á netfanginu eignasjodur.forstodumadur@esveit.is.
29.05.2024
Fréttir

Katta- og hundahald

Nú er varptíminn í algleymingi og vert að minna á 15. gr. samþykktar um hunda og kattahald, en þar segir: „Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að takmarka útiveru þeirra og eftir atvikum hengja á þá bjöllu.” Vinsamleg ábending til hundaeigenda sem ganga meðfram Eyjafjarðará, á meðan á varptíma stendur, að takmarka lausagöngu hunda sinna þar yfir þennan tíma.
28.05.2024
Fréttir

Tilkynning um búfjárbeit

Fjallskilanefnd bendir á að "Nýti umráðamaður ekki að fullu land það sem hann hefur fyrir eigin búfé er honum heimilt að leyfa öðrum afnot af því að því marki sem beitarþol leyfir. Ef um óskipt land er að ræða verða sameigendur einnig að veita leyfi fyrir slíkri heimild. Umráðamanni lands ber að tilkynna til sveitarstjórnar hverjum hann heimilar beit og fyrir hvaða fjölda búfjár, sbr. 8. gr. laga nr. 6/1986, sbr. einnig ákvæði í 7. gr. fjallskilasamþykktar fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð nr. 173/2011."
28.05.2024
Fréttir

Fundarboð 634. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 634. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 30. maí 2024 og hefst kl. 08:00
28.05.2024
Fréttir

30 ára aldurstakmark á tjaldsvæðinu á Bíladögum

Tjaldsvæðið í Hrafnagilshverfi er fjölskyldutjaldsvæði. Á því verður 30 ára aldurstakmark Bíladagavikuna og -helgina, frá miðvikudeginum 12. júní til 17. júní.
27.05.2024
Fréttir

Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir að ráða deildarstjóra

● Leikskólakennara eða starfsmann með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi. Um er að ræða 100% ótímabundna stöður á deild með yngri börnum. Æskileg starfsbyrjun er ágúst 2024. ● 36 stunda vinnuvika og 10 tíma undirbúningur á viku.
27.05.2024
Fréttir