Menningarmál

Unglingastig Hrafnagilsskóla við varðeld að vetri

Menningarmálanefnd fer með málaflokk menninga-, lista- og félagsmála samkvæmt erindisbréfi sem má sjá hér. Fjölbreytt menningarstarf fer fram í Eyjafjarðarsveit og undir felliglugganum Mannlíf efst á síðunni má sjá hluta af félagsstarfssemi sveitarfélagsins.
Undir menningarmálanefnd fellur meðal annars umsjón félagsheimila sveitarinnar,  Smámunasafn Sverris Hermannssonar og utanumhald Tónlistarhússins Laugaborgar.

Árið 2008 var settur á stofn Menningarsjóður Eyjafjarðarsveitar sem heyrir undir menningarmálanefnd. Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningarverkefni í sveitarfélagin, með styrkjum til listamanna, félaga og fræðimanna, með framlagi til listaverkakaupa og jafnvel með því að fjármagna ákveðin sérverkefni. Reglur sjóðsins í heild má sjá hér.

Síðast uppfært 17. nóvember 2021
Getum við bætt efni síðunnar?