Moya

Senda inn viðburð
4. feb

Menningararfurinn í Eyjafjarðarsveit

Áfram verður haldið að rifja upp fyrirkomulag og atvik tengd göngum og réttum í sveitinni á laugardaginn 4. febrúar. Hittumst í Félagsborg kl. 10:00 - 12:00 - heitt á könnunni og kannski eitthvað meððí - (eða gangnanesti?).
4. feb

Kvenfélagið Iðunn – Aðalfundur 4. febrúar kl. 11:00

Aðalfundur verður haldinn laugardaginn 4. febrúar kl. 11:00 í Laugarborg. Venjuleg aðalfundarstörf. Fundarboð verður einnig sent bréfleiðis og í tölvupósti. Nýjar konur velkomnar. Kvenfélagið Iðunn.
10. feb

Söfnun fyrir fjölskyldu í sveitinni

Komið þið sæl. Í upphafi árs fór Sigurbjörn Árni Guðmundsson til Svíþjóðar ásamt fjölskyldu sinni og gekkst Sigurbjörn, eða Bubbi eins og hann er alltaf kallaður, undir opna hjartaaðgerð þar sem skipt var um lungnaæð. Bubbi fæddist með hjartagalla og þurfti að fara í flóknar aðgerðir sem lítill drengur. Fyrir áramót glímdi hann við bakteríusýkingu í blóði sem erfitt var að uppræta. Hann dvaldi því meira og minna á Barnaspítala Hringsins og barnadeild SAk. Nú er fjölskyldan komin heim og við tekur endurhæfing með öllu því sem henni fylgir. Við minnum á söfnun sem er í gangi en henni lýkur í byrjun febrúar. Þeir sem vilja leggja málefninu lið eru beðnir um að leggja inn á reikninginn 565-14-209, kt. 691018-0320.
13. feb

Kvenfélagið Hjálpin - Aðalfundur

Aðalfundur verður haldinn mánudagskvöldið 13. febrúar kl. 20:00 á Smámunasafninu í Sólgarði. Venjuleg aðalfundarstörf og veitingar að hætti kvenfélagskvenna. Nýjar konur velkomnar. Stjórnin.
16. feb

Kæru Funafélagar

Aðalfundur félagsins verður haldinn í Funaborg 16. febrúar kl. 20:00. Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf. Ef einhverjir eru áhugasamir að starfa í nefndum félagsins endilega hafið samband í þetta netfang hafdisds@simnet.is. Veitingar í boði stjórn Funa.
23. feb

Kæru Funamenn, sveitungar og velunnarar

Nú ætlum við að stokka spilin og spila félagsvist í Funarborg og byrjum kl. 20:00 öll kvöld. Vinsamlegast takið þessi kvöld frá 23. feb., 9. mars og 24. mars. Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin, setuverðlaun og síðasta kvöldið verður líka heildarstigafjöldi. Glæsilegir vinningar í boði. Sjoppan verður opin gos, nammi og pylsur. Húsnefnd Funa.
9. mar

Kæru Funamenn, sveitungar og velunnarar

Nú stokkum við spilin í annað sinn af þremur kvöldum og spilum félagsvist í Funarborg. Byrjum kl. 20:00 að venju. Síðasta spilakvöldið verður svo 24. mars. Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin, setuverðlaun og síðasta kvöldið verður líka heildarstigafjöldi. Glæsilegir vinningar í boði. Sjoppan verður opin gos, nammi og pylsur. Húsnefnd Funa.
24. mar

Kæru Funamenn, sveitungar og velunnarar

Þriðja og síðasta kvöldið sem við stokkum spilin og spilum félagsvist í Funarborg. Byrjum kl. 20:00 að venju. Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin, setuverðlaun og þetta síðasta kvöld verður líka heildarstigafjöldi. Glæsilegir vinningar í boði. Sjoppan verður opin gos, nammi og pylsur. Húsnefnd Funa.