Moya

Senda inn viðburð
26. sep

Íþróttavika - Aqua Zumba

Aqua Zumba tími í tilefni af Íþróttaviku Evrópu dagana 23.-30. september. Kennari er Þórunn Kristín Sigurðardóttir Esquivel.
27. sep

Vetrarstarf félags eldri borgara

Vetrarstarf Félags eldri borgara í Eyjafjarðarsveit er á þriðjudögum kl. 13:00 í Félagsborg, Skólatröð 9.
27. sep

Íþróttavika - Yoga tími

Yoga tími með mjúku og styrkjandi yoga sem hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum. Tímanum lýkur með leiddri slökun.
28. sep

Íþróttavika - Zumba tími

Zumba tími í tilefni af Íþróttaviku Evrópu dagana 23.-30. september. Zumba er frábær hreyfing með skemmtilegri tónlist. Þessi tími er fyrir alla og ef þú hefur ekki prófað Zumba áður, þá er um að gera að mæta og prófa.
29. sep

Íþróttavika - Yoga Nidra tími

Yoga Nidra tími í tilefni af Íþróttaviku Evrópu dagana 23.-30. september. Yoga Nidra er leidd djúpslökun sem getur losað um streitu, bætt svefn og skapað jafnvægi. Dýnur, púðar og teppi á staðnum. Einnig velkomið að koma með eigin dýnu, kodda eða teppi.
30. sep

Íþróttavika - ganga frá Öngulsstaðaseli

Lagt verður af stað frá bílastæðinu og hugmyndin er að ganga uppá Haus og þaðan niður Þverárgil og að bílastæði. Endanleg leið og hraði fer eftir samsetningu og áhuga hópsins.
1. okt

Stóðréttir Melgerðismelum

Stóðréttir á Melgerðismelum laugardaginn 1.okt. Rekið inn kl 13. Sjoppa á staðnum. Hestamannafélagið Funi
1. okt

Stóðréttardansleikur Funaborg Melgerðismelum

Sveitaball eins og þau gerast best! Verður haldið í Funaborg Melgerðismelum laugardaginn 1. október. Hljómsveitin Færibandið leikur fyrir dansi. Húsið opnar kl. 22:00, miðaverð aðeins kr. 4.000.-
6. okt

Dekurdagar

Dekurdagar verða dagana 6.–9. október nk. og verða þá seldar m.a. bleikar slaufur til að setja á ljósastaura/póstkassa til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Íbúum Eyjafjarðarsveitar gefst tækifæri til að leggja málefninu lið og mun Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit setja upp slaufurnar í lok september og taka þær niður í lok október. Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Slaufan kostar 5.000 kr. (að lágmarki). Í fyrra söfnuðust alls 471 þúsund kr. í Eyjafjarðarsveit. Upphæðin sem safnast saman verður afhent Krabbameinsfélaginu og Dekurdögum í lok október. Sendu póst á selmadogg@simnet.is og pantaðu slaufu.