Moya

Senda inn viðburð
13. des

Jólakötturinn - Aðventusýning hjá Freyvangsleikhúsinu

Jólakötturinn er frumsamið hugljúft jólaævintýri eftir Jóhönnu S. Ingólfsdóttur. Höfundur byggir söguna á hinum alíslenska jólaketti eins og flestir þekkja hann, en blandar svo inní allskyns sögupersónum sem flestir kannast líka við. Þegar jólakötturinn fær nóg af því að allir í kringum hann eru alltaf góðir, glaðir og að öllum finnist jólin frábær, ákveður hann að fara að heiman þar sem það er enginn lengur eins og hann. Hann fer af stað fúll og önugur en á leið sinni upp á fjallið þá hittir hann ýmsar furðuverur sem eru fæstar eins og hann því eins og allir vita þá finnst flestum jólin frábær.
16. des

Yoga nidra á aðventu

Yoga Nidra á aðventu - gefur hvíld og ró 16. desember kl. 17-18 býður Litla jógastofan býður jóga nidra í Hjartanu í Hrafnagilsskóla. Verið öll velkomin. Tíminn kostar 2500 kr. Skráning á netfanginu ingileif@bjarkir.net
18. des

Leiðisgreinar

Lionsklúbburinn Sif mun selja leiðisgreinar í desember. Leiðisgrein kostar 3.000 kr. og allur ágóði rennur til góðgerðamála. Tekið er við pöntunum til og með 18. Desember á netfanginu lionsklubburinnsif@gmail.com og í síma 846-2090 (Kristín). Afhending er eftir samkomulagi eða á skötuhlaðborði þar sem leiðisgreinar verða einnig til sölu. Gleðileg jól.
18. des

Stjörnublik Jólatónleikar

Karlakór Eyjafjarðar syngur inn jólin með tónleikum í Glerárkirkju fimmtudaginn 18. desember kl. 20:00. Einsöngvarar: Margrét Árnadóttir og Snorri Snorrason Miðaverð kr. 5.000,- Miðasala er hjá kórfélögum og við innganginn. Tryggið ykkur miða í tíma - síðast var uppselt. Karlakór Eyjafjarðar.
23. des

Skötuveisla á Þorláksmessu

Lionsklúbbarnir Vitaðsgjafi og Sif í Eyjafjarðarsveit bjóða til skötuveislu á Þorláksmessu, í Hrafnagilsskóla frá 11:30 til 13:30. Saltfiskur verður til reiðu handa þeim sem ekki þora. Verð er 5.000 kr. á manninn og allur ágóði rennur til líknarmála. Komið og eigið saman ilmandi góða stund fyrir jólin.
24. des

Aftansöngur á aðfangadagskvöld

Aftansöngur á aðfangadagskvöld í Grundarkirkju kl. 22.
25. des

Hátíðarmessa á jóladag í Kaupangskirkju

Hátíðarmessa á jóladag í Kaupangskirkju kl. 13:30.
26. des

Hátíðarmessa í Munkaþverárkirkju á öðrum degi jóla

Hátíðarmessa í Munkaþverárkirkju annan dag jóla 26. desember kl. 13:00.
27. des

Jólaball Hjálparinnar

Árlegt jólaball Hjálparinnar í Funaborg
8. jan

Bókaklúbburinn hittist næst fimmtudaginn 8. janúar 2026 - Allir velkomnir

Bókaklúbburinn hittist 4. desember og ræddi bók nóvembermánaðar, Súkkulaðileik eftir Hlyn Níels Grímsson. Bókin fékk misjafna dóma hjá bókaklúbbsfélögum en hún fjallar m.a. um skólavist í kaþólskum skóla í Reykjavík og þau áföll sem sumir nemendur upplifðu þar, stéttskiptingu, viðhorf til geðsjúkra og hefnd. Í desember var ákveðið að lesa spennusögu eftir Ragnheiði Gestsdóttur að vali hvers og eins. Þar er um að ræða nokkrar bækur; Úr myrkrinu, Farangur, Steinninn, Týndur og Blinda. Næst hittist bókaklúbburinn í 8. janúar og allir velkomnir.
31. jan

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar