Moya

Senda inn viðburð
4. júl

Gönguferðir eldri borgara sumarið 2022

Nú fer vetrarstarfinu hjá okkur að ljúka, og taka göngutúrarnir við. Ætlum við að byrja þriðjudagskvöldið 31. maí, kl. 20:00. Þá göngum við Eyjaf.bakkana að venju. 7. júní Jólagarður-Kristnesafl. 14. --- Upp með Djúpadalsá að virkjun. 21. --- Kristnesskógur. 28. --- Melgerðismelar. 5. júlí Listigarðurinn. 12. --- Að Hestabrúnni sunnan flugvallar. 19. --- Vatnsenda. 26. --- Grundarskógur. 2. ágúst Kjarnaskógur 9. --- Göngustígur frá Teigi ( í norður) 16. ---Rifkelsstaðir. 23. --- Naustaborgir. 30. --- Eyjaf.bakkar (í norður) Birt með fyrirvara um breytingar. Verum dugleg að mæta,og höfum gaman saman. Uppl.í síma 846-3222. Sjáumst, göngunefndin.
16. júl

Hrafnagilshátíð 16.-17. júlí nk. – hátíð í heimabyggð

Markaður og blómabýttiborð verður í Laugarborg, flóamarkaðir víða um hverfið á laugardeginum og handverksfólk með opið hjá sér. Ýmislegt annað er í undirbúningi og verða íbúar, sveitungar, gestir og gangandi hvattir til að fá sér létta göngu um hverfið. Nánar auglýst síðar. Takið helgina frá fyrir hátíð í heimabyggð. Hlökkum til að sjá líf og fjör í Hrafnagilshverfinu. Bestu kveðjur, Kvenfélagið Iðunn.
28. ágú

Glæsilegt hlaðborð í Funaborg á Melgerðismelum 13:30-17:00

Kvenfélagið Hjálpin heldur sitt margrómaða kaffihlaðborð á Melgerðismelum þar sem borðin svigna undan kökum og kruðeríi. Verð 3.000 kr fyrir fullorðna og 1.500 kr fyrir grunnskólabörn.