Moya

Senda inn viðburð
16. okt

Byrjendanámskeið í víravirki - Félagsborg 16. og 17. okt.

Þjóðháttafélagið Handraðinn býður upp á námskeið í víravirki. Kennari Júlía Þrastardóttir gullsmiður og eigandi Djúlsdesign. Á námskeiðinu er farið í allar helstu undistöðuaðferðir við vinnu á víravirki. Víravirkið byggir á aldagömlum hefðum við þjóðbúningagerð en hefur komið sterkt inn í skartgripagerð á síðustu árum. Byrjendur byrja á að smíða blóm sem getur verið hálsmen eða næla, og fara þannig í gegnum ferlið frá A-Ö. Efni í einn hlut er innifalið og öll verkfæri á staðnum. Það þarf ekki að koma með neitt með sér nema handfylli af þolinmæði, meðalstóra krukku af jákvæðni og góð gleraugu ef ellin er farin að færast yfir. Gott er að koma með glósubók og penna og nesti, kaffi verður á staðnum og aðstaða. Kennt verður laugardag 16. okt. kl. 10:00-15:00 og sunnudag 17. okt. 10:00-15:00 í Félagsborg í Hrafnagilshverfi. Námskeiðshelgin kostar 34.500 kr. og er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á djuls@djuls.is eða hringja í 694-9811.
16. okt

Þjóðbúningasaumanámskeið - Kvennaskólinn á Laugalandi

Þjóðháttafélagið Handraðinn býður upp á námskeið í þjóðbúningasaumum í vetur sem áður fyrr í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands. Helgin 16. og 17. okt. verður næsta saumahelgi frá kl. 10:00-17:00 báða daga og er ráðgert að sauma líka 20. og 21. nóvember. Nemendur vinna að ólíkum verkefnum bæði búningum karla og kvenna, gerð faldbúninga, kyrtla, peysufata og upphluta, skyrtu- og svuntusaumi, útsaumi eða baldýringu eða lagfæra eldri búninga. Hver helgi er stök og mögulegt er að taka þátt hluta úr helgi. Stefnt er að því að halda slíkar saumahelgar sex sinnum í vetur. Nemendur þurfa að koma með saumavél og einnig að hafa með sér allt almennt saumadót sem gæti nýst s.s. tvinna, þræðitvinna, skæri, nálar, saumavélanálar, málband, krít, skriffæri og fleira. Hægt er að bóka tíma í mátun fyrir sniðtöku og skoða efnisprufur frá verslun Heimlisiðnarfélagsins sé áhugi á þátttöku síðar í vetur. Verð á hverja helgi er 44.200 kr. (39.780 fyrir félagsmenn) (12 klst). Kennari verður Oddný Kristjánsdóttir eigandi þjóðbúningastofunnar 7íhöggi. Námskeiðið verður haldið í gamla Kvennaskólanum á Laugalandi. Allar nánari upplýsingar og fyrirspurnir, sem og skráningar sendist á kristin@heimilisidnadur.is.
17. okt

Uppskeruhátíð í Grundarkirkju við guðsþjónustu

Uppskeruhátíð með söng og þakklæti
22. okt

Freyvangsleikhúsið lifnar við

Leikritið Smán eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur verður frumsýnt 22.október en verkið er afrakstur handritasamkeppni leikfélagsins vorið 2019. Við kynnumst sex ólíkum einstaklingum og lífi þeirra eina langa helgi á barnum þar sem við rekumst á raunveruleikann svo blæðir undan en höldum samt brjálað kombakkpartí með nýjasta stöddinum á svæðinu. Miðasala á tix.is og í síma 857-5598 Nánari upplýsingar á fésbókarsíðu Freyvangsleikhússins og á freyvangur.is Hlökkum til að sjá ykkur!  
13. nóv

Uppsetning á púðum með útsaumsmyndum - Kvennaskólinn á Laugalandi

Laugardaginn 13. nóvember milli kl. 9:00 og 17:00 (hádegishlé 13:00-14:00) verður kennt að setja upp útsaum í púða (þó ekki með rykkingum). Nemendur komi með nýjan eða gamlan útsaum og læra að setja upp. Nemendur þurfa að koma með efni í umgjörð og bak ásamt rennilásum en hægt verður að kaupa svarta rennilása og svart efni á staðnum. Kennari verður Lára Magnea Jónsdóttir textílhönnuður og verður haldið í gamla Kvennaskólanum á Laugalandi. Nemendur þurfa að koma með saumavél og einnig að hafa með sér allt almennt saumadót sem gæti nýst s.s. tvinna, þræðitvinna, skæri, nálar, saumavélanálar, málband, krít, skriffæri og fleira. Námskeiðsgjald: 17.900 kr. (16.110 kr. fyrir félagsmenn) (6 klst) - efni er ekki innifalið. Skráningar og fyrirspurnir berist til kristin@heimilisidnadur.is.