8. jan
Bókaklúbburinn hittist 4. desember og ræddi bók nóvembermánaðar, Súkkulaðileik eftir Hlyn Níels Grímsson. Bókin fékk misjafna dóma hjá bókaklúbbsfélögum en hún fjallar m.a. um skólavist í kaþólskum skóla í Reykjavík og þau áföll sem sumir nemendur upplifðu þar, stéttskiptingu, viðhorf til geðsjúkra og hefnd. Í desember var ákveðið að lesa spennusögu eftir Ragnheiði Gestsdóttur að vali hvers og eins. Þar er um að ræða nokkrar bækur; Úr myrkrinu, Farangur, Steinninn, Týndur og Blinda.
Næst hittist bókaklúbburinn í 8. janúar og allir velkomnir.