Moya

Senda inn viðburð
8. feb

Barnastarf kirkjunnar fyrir 5.-7. bekk

TTT hópastarf hefst næstkomandi fimmtudag 6. febrúar kl.14-15 í Félagsborg (salnum við hliðina á matsalnum) og verður vikulega fram á vorið. Öll börn í 5.-7. bekk eru hjartanlega velkomin og þátttaka án endurgjalds. Áhersla verður lögð á leiki, föndur og alls kyns sköpun. Starfið endar með dagsferð á Hólavatn. Endilega bara að koma og prófa! Skráning er hjá Tinnu æskulýðsfulltrúa kirkjunnar í gegnum netfangið tinna@akirkja.is.
8. feb

Kvenfélagið Iðunn – Aðalfundur – Ath. breytt tíma- og staðsetning

Aðalfundurinn verður haldinn í Félagsborg kl. 10:00 laugardaginn 8. febrúar nk. Að venju verða léttar veitingar og happdrætti. Nýjar konur velkomnar. Fundarboð hefur verið sent á félagskonur með dagskrá fundarins. Hlökkum til að sjá ykkur. Stjórnin.
24. feb

Aðalfundur Kirkjukórs Grundarsóknar

Aðalfundur Kirkjukórs Grundarsóknar verður haldinn seinnipart æfingar þann 24. febrúar í Laugarborg. Hefðbundin dagskrá aðalfundar. Stjórnin.