Moya

Senda inn viðburð
24. sep

Á ekki að skella sér í leikhús á vesturbakkanum?

Sviðslistaverkið TÆRING verður frumsýnt á HÆLINU 19. sept (uppselt). Verkið er byggt og innblásið af sögum berklasjúklinga. Hljóðverk, vídeóverk og leiklist í áhrifaríkri samsetningu. Vala Ómarsdóttir leikstýrir, Vilhjálmur B. Bragason skrifar, Auður Ösp Guðmundsdóttir hannar búninga og leikmynd, María Kjartansdóttir skapar vídeóverk, Birgir Hilmars hannar hljóðheim. Árni Beinteinn, Birna Pétursdóttir, Kolbrún Lilja Guðnadóttir, Ronja Sif Björk, Sigríður Birna Ólafsdóttir, Sjöfn Snorradóttir og Stefán Guðlaugs leika. Framleiðandi María Páls. Í samstarfi við Leikfélag Akureyrar. Miðar á tix.is
26. sep

Bændamarkaður í Laugarborg

Næsti bændamarkaður matarstígsins verður haldinn laugardaginn 26. september kl. 12 – 16 í Laugarborg. Gómsætar afurðir úr Eyjafjarðarsveit auk gestasöluaðila. Helga magra kaffið á sínum stað. Kaffisala á vegum kvenfélaganna. Sjáumst hress!
28. sep

Nýir kórfélagar velkomnir

Kóræfingar fara fram á mánudögum í Laugarborg kl. 20:00. Kirkjukór Laugalandsprestakalls getur alltaf á sig blómum bætt og hvetjum við alla áhugasama til að mæta. Stjórnandi er Þorvaldur Örn Davíðsson. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Sigríði Hrefnu í síma 866-4741, Ármanni í síma 777-0367 eða Ingibjörgu í síma 821-8677.
3. okt

Bændamarkaður í Laugarborg

Laugardagur 3. október Bændamarkaður í Laugarborg kl. 12-16. Afurðir bænda og fleira gott, kvenfélagskaffi og bráðskemmtileg stemning.
6. okt

Námskeið í harðangri og klaustri

Þjóðháttafélagið Handraðinn verður með námskeið í harðangri og klaustri í Laugalandi dagana 6., 13. og 20. október næstkomandi, frá klukkan 18:00-21:00. Skráningar fara fram í gegnum tölvupóstfangið bergthorajohanns@gmail.com. Verð 10.000 krónur fyrir þrjú kvöld, án efniskostnaðar.
10. okt

Bændamarkaður á Brúnirhorse á Brúnum

Laugardagur 10. október Bændamarkaður á Brúnirhorse á Brúnum kl. 12-16. Hægt að kaupa matvæli og fleira beint af framleiðendum, kvenfélagskaffi og skínandi skemmtun.
15. okt

Kvenfélagið Iðunn - Iðunnarkvöld

Í boði verður haustkransagerð undir dyggri leiðsögn Dísu okkar (Þórdísar Bjarnadóttur). Greinar af Reynitrjám, blómavír, klippur og vírherðatré verða á staðnum en má líka hafa með sér og ef þið viljið bæta við einhverju öðru í kransinn er ykkur frjálst að gera það. Kransagerðin verður í fundarherbergi Laugarborgar, fimmtudagskvöldið 15. okt. kl. 20. Nýjar konur velkomnar. Hlökkum til að sjá sem flestar á Iðunnarkvöldi. Bestu kveðjur, 3. flokkur.