16. desember kl. 17:00-18:00Hjartað í Hrafnagilsskóla
Þriðjudaginn 16. des. kl. 17-18 býður Litla jógastofan tíma í yoga nidra. Tíminn verður í Hjartanu í Hrafnagilsskóla.
Jóga nidra er leidd hugleiðsla milli svefns og vöku. Í þessu ástandi næst slökun þar sem hugur og líkami ná djúpri og nærandi hvíld.
Við munum byrja tímann með léttri liðkun líkamans. Síðan leggjast iðkendur undir teppi með púða sér til stuðnings og eru leidd inn í djúpa slökun. Allur búnaður verður að staðnum. En ef þú átt góða dýnu, uppáhaldsteppi eða púða sem þú vilt taka með þér er það auðvitað sjálfsagt.
Ath. skráning í tímann er með því að senda tölvupóst á netfangið ingileif@bjarkir.net
Tíminn kostar 2500 kr.
Verið öll velkomin - Ingileif Ástvaldsdóttir, jógakennari