Fréttayfirlit

VISTVÆNIR STRAUMAR Á HANDVERKSHÁTÍÐ

Vistvæn hráefni setja sterkan svip á Handverkshátíð 2014 sem haldin verður í 22. sinn í Eyjafajarðarsveit 7.-10 ágúst. Mikill fjöldi umsókna hefur borist hátíðinni og endurspeglar hún alla jafna það sem hæst ber í handverki hverju sinni; verk, framleiðsluaðferðir og hráefni.
27.03.2014

Ert þú búin/n að fá staðfestingu á umsókninni þinni?

Allir sem sækja um á Handverkshátíð 2014 fylla nú í fyrsta sinn út rafrænt umsóknareyðublað. Þegar eyðublaðið hefur verið fyllt út er „hnappurinn“ senda, neðst á eyðublaðinu, valinn og í framhaldinu kemur staðfestingu á því að umsóknin sé móttekin. Innan þriggja daga kemur svo önnur staðfesting frá framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Ef þú hefur sótt um og ekki fengið staðfestingu frá Ester Stefánsdóttur framkvæmdastjóra hátíðarinnar, vinsamlega hafðu samband á netfangið handverk@esveit.is.
25.03.2014

Nú fer hver að verða síðastu að sækja um á Handverkshátíð 2014

Hátíðin sem nú verður haldin í 22. sinn velur ríflega 100 sýnendur úr fjölda umsókna. Þeir eru lærðir sem leikir af öllu landinu og selja fjölbreytt handverk og hönnun. Stemningin á sýningarsvæðinu er einstök, það sanna þær 15-20 þúsund heimsóknir sem sýningin fær nú árlega. Hátíðin fer fram dagana 7. – 10. ágúst og rennur umsóknarfresturinn út 1. apríl.
20.03.2014