Beint frá býli - kauptu ferskar vörur beint frá býli - 10 ára afmæli

Beint frá býli - kauptu ferskar vörur beint frá býli - 10 ára afmæli

Félagið Beint frá býli verður þáttakandi á Bændamarkaðinum á Handverkshátíðinni í Eyjafjarðarasveit 2018. Félagið var stofnað árið 2008 og heldur því upp á 10 ára afmæli í ár.

Meginmarkmið félagsins er að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi. Félagið hvetur einnig til varðveislu hefðbundinna framleiðsluaðferða og kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefðum í matargerð og vinnur að hagsmunum þeirra bænda sem stunda eða hyggjast stunda hverskonar framleiðslu og sölu á heimaunnum afurðum.

Beint frá býli bjóða upp á fjölbreytt vöruúrval, fisk, kjöt, grænmeti, ber, mjólkurvörur, jurtir, handverk og margt fleira.

Við mælum með að allir kíki á Beint frá býli í Bændamarkaðstjaldið og svo er um að gera að kynna sér þeirra starfsemi betur á heimasíðu félagsins: http://www.beintfrabyli.is/

#handverkshatid #handverkshatid2018 #fullveldi1918 #beintfrábýli 

gssf

fbd