Breyttur opnunartími hátíðar

Ákveðið hefur verið að lengja opnunartíma handverkshátíðar um einn dag.

Í ár verður hátíðin því dagana 7.ágúst - 10.ágúst frá föstudegi til mánudags. 

Þetta er gert með það fyrir sjónum að gríðarlegur fjöldi fólks er á Norðurlandi þessa helgi og heimafólk í Eyjafirði hefur ekki átt heimangengt yfir helgina sökum anna.  Ferðafólk og heimamenn eiga því möguleika á að sækja hátíðina heim á mánudeginum.  Þetta er tilraun sem vert er að reyna.

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar koma á netið á næstu dögum.