Framkvæmdastjórn Handverkshátíðar í höndum Duo.

Kristín Anna, Finnur Yngvi og Heiðdís Halla
Kristín Anna, Finnur Yngvi og Heiðdís Halla

Stjórn Handverkshátíðar hefur gengið til samnings við fyrirtækið DUO. um framkvæmdastjórn Handverkshátíðar en að fyrirtækinu standa þær Kristín Anna Kristjánsdóttir og Heiðdís Halla Bjarnadóttir.

Fjölmargir góðir aðilar sóttust eftir verkefninu en stjórn var samróma um að semja við DUO. sem hefur fram að færa góða reynslu, skemmtilegar hugmyndir og brennandi áhuga á verkefninu til framtíðar. Einnig var það metið sem ótvíræður kostur að tveir aðilar sem vanir eru að vinna náið saman taki að sér framkvæmdastjórnina, af því ættu að verða skemmtileg samlegðaráhrif sem skila sér í gæði sýningar, hugmyndaauðgi og þjónustu við sýnendur.

DUO. er stofnað snemma árs 2018 og rekið af grafísku hönnuðunum Heiðdís Höllu og Kristínu Önnu. DUO. býður upp á alhliða grafíska hönnun sem og skipulagningu og markaðssetningu hverskyns viðburða. Metnaður þeirra liggur í að skapa vörumerkjum sérstöðu með eftirtektarverðri og skemmtilegri framsetningu og leggja áherslu á faglega og persónulega þjónustu. Á stuttum tíma hefur DUO. viðað að sér allskyns þekkingu og reynslu í gegnum ýmis verkefni hvort sem um ræðir grafíska hönnun eða viðburðarstjórnun.

Aðspurðar segja þær Kristín og Heiðdís Handverkshátíðina vera mikla lyftistöng fyrir sveitarfélagið og handverksfólk á landsvísu og taka þær fagnandi á móti þessu krefjandi verkefni og stefna á að gera góða hátíð enn betri.

Stjórn handverkshátíðar fagnar samstarfinu og býður þær Kristínu Önnu og Heiðdísi Höllu velkomnar til starfa.