Fuglahræður komnar á stjá í Eyjafjarðarsveit

Tröllskessan Kvörn
Tröllskessan Kvörn

Enn eitt árið hafa íbúar Eyjafjarðarsveitar gert sitt til að gleðja gesti sveitarinnar í aðdraganda Handverkshátíðarinnar sem fram fer dagana 6.-9. ágúst. Í ár hafa þeir útbúið fuglahræður og komið þeim fyrir nálægt þjóveginum. Það er gaman að sjá hversu fjölbreyttar þær eru. Sjá má litla fjölskyldu sem nýtur veðursins og grillar, ein er við björgunarstörf klædd búningi Hjálparsveitarinnar Dalbjargar í Eyjafjarðarsveit, virðulegir bændur, suðræn og seyðandi dama, svei mér þá ef grýla er ekki þarna einhvernstaðar með óþæg börn í poka og svo er það tröllskessan Kvörn.
Tilvalið að keyra í sveitina og reyna að koma auga á fuglahræðurnar 14. 
Hlökkum til að sjá ykkur.