Gríðarleg þátttaka í hönnunarsamkeppni

Skilafrestur í hönnunarsamkeppnina Þráður fortíðar til framtíðar rann út föstudaginn 3.júlí.  

Yfir 300 bögglar hafa borist og mikil vinna er fyrir höndum við að undirbúa fyrir störf dómnefndar.

Keppt er í tveimur flokkum, annars vegar flíkur og hins vegar opinn flokkur. 

Það má búast við fjölbreyttum verkum því greinilegt er að Íslendingar tóku rækilega við sér.    

20 verk úr hvorum flokki verða valin á sýningu sem fram fer á Handverkshátíð 2009 í Hrafnagilsskóla.

Tilnefningar til verðlauna verða kynntar hálfum mánuði fyrir hátíð.