Handverkhátíðin sett

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi Eyþings setti Handverkshátíðina í dag. Gríðarlegur fjöldi gesta heimsótti hátíðina og ríkir mikil ánægja með fjölbreytta og vandaða sýningarbása.
Á útisvæðinu var boðið upp á skemmtilega viðburði. Tískusýningin var á sínum stað og Félag ungra bænda á Norðurlandi stóð fyrir kálfasýningu þar sem börn 12 ára og yngri kepptu sín á milli um fallegasta og best tamda kálfinn. Best tamdi kálfurinn var Thelma frá Rifkelsstöðum og það voru þær Tanja Sindradóttir og Hulda Þórisdóttir sem þjálfuðu hann. Fallegasti kálfurinn var Stjarna frá Rifkelsstöðum og það var Gunnhildur Þórisdóttir sem þjálfaði hann. Síðast en ekki síst var Hjarta frá Þríhyrningi valin Gullkálfurinn. Það var Benedikt Sölvi Ingólfsson sem þjálfaði hann. Fjölbreytt dagskrá á útisvæðinu verður alla helgina.