Handverkshátíð, Landbúnaðarsýning og Litli bændaskóli Bústólpa

Ester Stefánsdóttir og Hólmgeir Karlsson í viðtali á N4Á sjónvarpsstöðinni N4 birtist á dögunum viðtal við Ester Stefánsdóttur framkvæmdastjóra Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar við Hrafnagil og Hólmgeir Karlsson framkvæmdastjóra Bústólpa.
Þar sagði Ester frá því helsta sem um verður að vera á hátíðunum og Hólmgeir kynnti Litla bændaskóla Bústólpa sem settur verður á laggirnar á hátíðinni.

Að sögn Esterar verður eitthvað fyrir alla fjölskylduna. Má nefna sýningu á nýjum og gömlum landbúnaðarvélum, húsdýrasýningu, fjárhundasýningu og sýningu og keppni í rúningi. Þá mun keppnin um ungbónda ársins fara fram á svæðinu.
Á laugardagskvöldinu verður hátíðarkvöldvaka þar sem verður grillveisla og fjölbreytt skemmtidagskrá.

Hólmgeir segir að Litli bændaskóli Bústólpa sé hugsaður fyrir krakka og unglinga frá 10 ára aldri. Hann segir það ekki sjálfsagt að krakkar þekki landbúnaðinn og hugmyndin sé að kynna hvað gerist heima á býlunum en einnig í iðnaðnum enda margt í þjóðfélaginu sem tengist landbúnaðnum. Námið er án endurgjalds og tekið er við skráningum á netfangið litlibaendaskolinn@esveit.is

Viðtalið í heild má sjá hér.