Handverkshátíð og Landbúnaðarsýning 2012

Merki Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar við Hrafnagilsskóla 2012Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla hefur löngu fest sig í sessi sem einn stærsti viðburður norðan heiða ár hvert. Undanfarin ár hefur hún verið sótt af sívaxandi fjölda gesta og í ár má búast við að enn verði aðsóknarmet slegin þegar landbúnaðarsýning verður sett upp samhliða hátíðinni.

Búnaðarsamband Eyjafjarðar fagnar í ár 80 ára afmæli sínu. Sambandið ákvað að halda upp á afmælið með veglegri landbúnaðarsýningu og sýningarsvæðið verður því tvöfaldað.
Handverkshátíðin verður að vanda haldin í Hrafnagilsskóla og Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar en Landbúnaðarsýningin verður í sett upp í tjöldum á sýningarsvæðinu. Framleiðendur, afurðastöðvar og fjölmargir aðilar sem starfa við og í kringum landbúnað munu sýna vörur og kynna þjónustu sína í 400 fm sýningartjaldi auk þess sem vélar, tæki og tól verða sýnd á vel grónu og fallegu útisvæði.