Kynnig á næstu fjórum sýnendum

Við kynnum með stolti næstu fjóra af sýnendum Handverkshátíðarinnar í Eyjafjarðarsveit 2018.

Handbróderaðir púðar - Þórdís Jónsdóttir er sjálfmenntuð í útsaumi. Hún er með handbróderaða púða og myndir. Þórdís fékk hvatningarverðlaun Handverkshátíðarinnar árið 2017 - Endilega fylgist með Þórdísi á facebook: https://www.facebook.com/Handbr%C3%B3dera%C3%B0ir-p%C3%BA%C3%B0ar-%C3%9E%C3%B3rd%C3%ADs-J%C3%B3nsd%C3%B3ttir-274758459224705/

iceramic - Framleiðir keramikvörur, aðallega úr postulíni. Gjafavörur, skálar, vasar og kertastjakar úr postulínsmassa. Einnig gerir Þórdís skúlptúra, íslensk fjöll í formi vegg- kertastjaka og veggmynda. Veggstjakarnir eru bæði fyrir kerti og eins fyrir rafmagnsperur. Mun hún leggja áherslu á veggskúlptúrana í sumar, eru það veggmyndir sem eru lágmyndir af vissum fjöllum, þar sem útlína og form fjallsins þekkist. En einnig mun hún vera með skálar og kertastjaka sem eru með sterka tilvísun í íslenskt landslag. -  Endilega fylgist með Iceramic á facebook: https://www.facebook.com/Iceramic/

Djúls design - Markmið Djúls er að smíða fallega og einstaka handsmíðaða skartgripi. Hún sérhæfir sig í íslenska víravirkinu og smíðar mikið á íslenska þjóðbúninginn einnig finnst henni mjög gaman að nota þetta fallega handbragð og smíða nýtískulegri hluti án þess að missa sjarman. Hún smíðar aðalega úr silfri en einnig verður hún með skartgripi úr gulli. - Endilega fylgist með Djúls á facebook: https://www.facebook.com/djulsdesign/

Vatnsnes yarn - Handlitað garn af ýmsum toga, bæði lífrænt og ekki, en alltaf gæðavara. Litunin fer fram í smáum upplögum, af listrænum toga og er einstakt í sinni mynd. Markmiðið með því að hanna liti og litasamsetningar er að færa prjónurum og heklurum einstakan, gæða efnivið. Handlitað garn úr t.d merínó ull, merínó ull og silki, merínó ull og næloni, alpakka ull og silki og í hinum ýmsu grófleikum. Hráefnið er aflað á ábyrgðarfullan hátt, m.t.t manna, dýra og jarðarinnar. Lita upplausnirnar eru blandaðar eftir eigin reikniformúlum, en litirnir eru bæði vatnsfastir og ljósfastir. - Endilega fylgist með Vatnsnes yarn á facebook: https://www.facebook.com/vatnsnesyarn/

 Við hlökkum til að hafa þetta flotta handverksfólk með okkur á Handverkshátíðinni í sumar. Fylgist með á www.handverkshatid.is – á Facebook https://www.facebook.com/Handverkshatid/ og á Instagram undir Handverkshatid.

hh