Kynning á fjórum sýnendum

Við kynnum með stolti fjóra af sýnendum Handverkshátíðarinnar í Eyjafjarðarsveit 2018.

DAYNEW – Postulín vörur. Kertastjakar úr hálfgegnsæju postulíni og blómavasar af mörgum gerðum. Innblástur sóttur til Sirkus mynstra og forma, rendur, tíglar og fánar. Pastel litir, bleikur, blár og ljósgrænir tónar og handteiknaðar línur. Nýj lína sem eru smá-blómavasar, sem kallast Smáfjöll. - Endilega fylgjst með DAYNEW á facebook: https://www.facebook.com/artistdaynew/

Yarm – Ullar vörur úr eingöngu sérvaldri íslenskri ull. Þykka garnið sem er sérkenni Yarm er handspunnið á rokk af natni og vandvirkni áður en það er handprjónað, hnýtt eða heklað með prjónalausum aðferðum. Mikið handverk liggur að baki hverrar vöru sem gefur vörunum sín sérkenni og karakter sem vert er að halda uppá, því hver vara er einstök og engar tvær eru eins. Íslensk hönnun og íslensk framleiðsla. - Endilega fylgist með Yarm á facebook: https://www.facebook.com/yarm.shop/

Meiður - Vörur úr við. Meiður trésmiðja er 4 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki sem hannar og framleiðir allar vörur á eigin verkstæði í Hafnarfirði. Helst má nefna framreiðslubretti, skálar, kökukefli og skrautmuni ýmis konar. Meiður notar aðallega hnotu, eik og tekk í munina en einnig íslenskan við s.s. gullregn og birki. Allar þeirra vörur eru 100% náttúruvænar og eru allir afgangar sem falla til nýttir. - Endilega fylgist með Meiður á facebook: https://www.facebook.com/meidur/

Heimahagar – Textíl vörur. Heimahagar er textíllína sem er innblásin af Biðukollunni. Línan samanstendur af fjórum mynstrum sem prentuð eru á bæði bómul og hör og úr því eru saumaðir púðar, viskastykki og löberar. Nafnið á línunni og hugmyndin af mynstrunum kemur úr Aðaldalnum þar sem hönnuðurinn er alin upp. Hún leggur áherslu á gæði og persónulega hönnun og hannar sjálf allar umbúðir, bæklinga og auglýsingar sem tengjast línunni á einhvern hátt. Framleiðsla á öllu þessu efni fer fram á Akureyri, ásamt öllum saumaskap. - Endilega fylgist með Heimahögum á facebook: www.facebook.com/heimahagar

 Við hlökkum til að hafa þetta flotta handverksfólk með okkur á Handverkshátíðinni í sumar. Fylgist með á www.handverkshatid.is – á Facebook https://www.facebook.com/Handverkshatid/ og á Instagram undir Handverkshatid.

handverk fjórir sýnendur