Kynning á næstu fjórum sýnendum

Við kynnum með stolti næstu fjóra af sýnendum Handverkshátíðarinnar í Eyjafjarðarsveit 2018.

Hjartans list - Vörur handunnar úr tré. Má þar nefna margs konar jólaskraut unnið úr krossvið og málað, skrautið er sagðað út með tifsög. Kertastjakar renndir úr ýmsum viðartegundum. Snældur renndar úr ýmsum viðartegundum, snældurnar eru ætlaðar prjónafólki en garndokkurnar eru hafðar á snældunni sem sníst. Lampafætur sem eru renndir úr tré. Trébakkar sem hægt er að nota undir brauð og fleira. - Endilega fylgist með Hjartans list á facebook: https://www.facebook.com/Hjartans-list-364595336919064/

Flottar Flíkur – Þórunn Pálma er saumakona af gamla skólanum og hefur haft saumaskap sem atvinnu til fjölda ára. Hennar fatnaður er vandaður kvenfatnaður og þæginlegur barnafatnaður úr góðum efnum, með fallegum frágangi. Efnin sem hún notar eru að mestu leiti keypt hér heima á Akureyr. Þórunn saumar allar sínar vörur sjálf. Innblástur fær hún úr öllum áttum í tíma og ótíma. - Endilega fylgist með Flottar flíkur á facebook: https://www.facebook.com/Flottar-fl%C3%ADkur-679908198756006/

Urtasmiðjan - Urtasmiðjan framleiðir lífrænar húðvörur. Helstu jurtir í framleiðslinni vaxa hér í sínu norðlenska náttúrulega og ómengaða umhverfi. Allar vörutegundir eru þróaðar og framleiddar frá grunni í Urtasmiðjunni og eru án allra kemískra aukaefna, uppistaðan er íslenskar jurtir og lífrænt vottað hráefni. Urtasmiðjan hefur nú á þessu ári starfað í 27 ár og var á sínum tíma frumkvöðull á sínu sviði í framleiðslu á íslenskum snyrtivörum úr íslenskum jurtum og lífrænu hráefni. - Endilega fylgist með Urtasmiðjunni á facebook: https://www.facebook.com/Urtasmidjan/

Systrabönd -  Garn litað með sýrulitum og náttúrulitum. Garnið er erlent, pantað að utan ólitað, nokkrir grófleikar og tegundir eru í boði. Aðalega fínt Merino ullar garn sem er vinsælt í sjöl. Stoltar bjóða þær upp á ástralska merino ull með vottun NewMerino verkefnisins, ullin er merkt sjálfbær. Náttúrulitina panta þær að utan eða fá í nágrenninu t.d. bláber, avókado og humall. Þær fá útrás fyrir sköpun með að blanda og raða saman litum og skapa garn þar sem engar tvær hespur eru eins. - Endilega fylgist með Systrabönd á facebook: https://www.facebook.com/systrabondhandlitun/

Við hlökkum til að hafa þetta flotta handverksfólk með okkur á Handverkshátíðinni í sumar. Fylgist með á www.handverkshatid.is – á Facebook https://www.facebook.com/Handverkshatid/ og á Instagram undir Handverkshatid.

næstu 4