Kynning á næstu fjórum sýnendum

Við kynnum með stolti næstu fjóra af sýnendum Handverkshátíðarinnar í Eyjafjarðarsveit 2018.

Fjöruperlur - Skartgripir unnir úr vestfirsku klóþangi. Notaðar eru flotkúlurnar í þanginu þær þurrkaðar og pússaðar og svo borað í gegn og raðað saman í armbönd, hálsmen og eyrnalokka. Litirnir eru aðallega svartur og grænn og er það náttúrulegi liturinn. Grænn er þegar þarinn er tíndur ferskur og þurrkaður en svart er þegar hann þornar sjálfur í fjörunni. Flotkúlurnar verða mjög sterkar þegar búið er að þurrka þær. - Endilega fylgist með Fjöruperlum á facebook: https://www.facebook.com/Fj%C3%B6ruperlur-132353553487490/

Lauga og Lauga - Arnlaug Borgþórsdóttir keramiker og Áslaug Árnadóttir arkitekt hanna saman borðbúnað og skart undir merkinu Lauga&Lauga. Vörurnar eru framleiddar úr hvítu postulíni og myndskreyttar með teikningum Áslaugar. Einnig eru þær með plaköt og kort og til stendur að hefja framleiðslu á vörum í textíl.  -  Endilega fylgist með Lauga og Lauga á facebook: https://www.facebook.com/laugaoglauga/

Gandur - Vörur framleiddar úr minkaolíu og íslenskum jurtum.  Minkaolían er íslensk að uppruna og er unnin úr fitu sem fellur til við verkun minkaskinna í Skagafirði.  Jurtirnar eru alíslenskar, tíndar í íslenskri náttúru.  Við vinnum fituna og jurtirnar sjálf en Pharmartica á Grenivík gerir lokablöndu og setur á túburnar fyrir okkur.  Erum í dag með 3 gerðir af smyrslum, eina gerð af kremi ásamt leðurfeiti.  Erum í stöðugri vöruþróun. - Endilega fylgist með Gandi á facebook: https://www.facebook.com/gandur.is/

Rúnalist - Sigrún Indriðadóttir, framleiðir vörur úr skagfirsku hráefni og hráefni beint frá býli. Klinkbuddur, gleraugnahús, snyrtiverki, selskapsveski o.fl. úr roði og sauðleðri. Myndverk, pastellitir, roð og heimagerðurpappír, ungbarnaskór úr smálambaskinni, kortaveski handskorin og handlituð úr leðri og handsaumað með söðlasaum. Kort með heimagerðum pappír og klippimyndum úr roði og flóka. Lyklakippur úr leðri og skinnum, smáarmbönd, hárskraut og fleira. Sigrún framleiðir hlutina sjálf heima á býlinu, rómantíkin og baslið í sveitinni veitir henni innblástur og að geta notað sitt eigið hráefni er dásamlegt. - Endilega fylgist með Rúnalist á facebook: https://www.facebook.com/RunalistGalleri/

Við hlökkum til að hafa þetta flotta handverksfólk með okkur á Handverkshátíðinni í sumar. Fylgist með á www.handverkshatid.is – á Facebook https://www.facebook.com/Handverkshatid/ og á Instagram undir Handverkshatid.

 

hh