Kynning á næstu fjórum sýnendum

Við kynnum með stolti næstu fjóra af sýnendum Handverkshátíðarinnar í Eyjafjarðarsveit 2018.

Íslenskir leirfuglar - Þessi fuglalína samanstendur af nokkrum vinsælum íslenskum fuglum:  Lundi, Himbrimi, Súla, Krummi, Snjótittlingur, Lóa, Rjúpa og Tjaldur. Efniviður fuglanna er þýskur jarðleir, leirlitir, glerungur og járn í fótum. Þeir eru um 10-17 cm á hæð. Leirfuglarnir koma úr smiðju Rósu Valtingojer, hún bjó til fyrsta leirfuglinn aðeins 13 ára gömul. Fuglarnir hafa verið í stöðugri þróun síðan þá, en eru nú fullþróaðir. Hver fugl er handmótaður og málaður af listakonunni sjálfri og samstarfskonu hennar Unu Sigurðardóttir myndlistamanni. Þær Rósa og Una vinna saman að uppbyggingu og daglegum rekstri Sköpunarmiðstöðvarinnar á Stöðvarfirði.

Gummi design - vinnur úr hrauni, timbri og málar. Gummi vinnur þverslaufur og hárslaufur úr timbri. Hárslaufurnar byrjaði hann með fyrir minna en ári síðan og eru enn í þróun. Hann vinnur líka með hraunsteina sem hann borar í og kemur fyrir kerti. Hver og einn er einstakur og alveg 100% náttúrulegur. Nýjasta varan hjá Gumma eru smjörhnífar sem hann gerir úr mörgum timburtegundum. Allar hans vörur eru handgerðar til að halda persónuleika og gera hverja einustu vöru einstaka. -  Endilega fylgist með Gumma design á facebook: https://www.facebook.com/Gummi-Design-254115144738258/

Íslandshákarl - Hákarl fullverkaður, veiddur og verkaður af Jóni Svanssini, ekki hákarl fenginn af togurum. Hákarlinn er meðhöndlaður og kasaður innanhúss og hreinlæti við meðferð eins og best verður á kosið um verður að ræða skorin hákarl í dósum og einnig í heilum eftir vikt. Hákarlsverkun er aldagömul og aðferðarfræin er mjög mismunandi eftir landshlutum og varan eftir því. Íslandshákarl hefur verið að færa verkunina inn snyrtilegra umhverfi en tíðakast almennt og hefur komist að því að snyrtimennska og hreinlæti við meðhöndlun er bara til bóta. - Endilega fylgist með Íslandshákarl á facebook: https://www.facebook.com/Islandshakarl/

HALLDORA - Kynnir og selur nýja línu af stígvélum og skóm, ásamt fylgihlutum, töskum og veskjum. Stígvélin eru meðal annars unnin úr hestaskinni, íslensku roði og einstöku íslensku hreindýraleðri, þar sem hvert parer hannað út frá náttúrulegu munstri dýrsins. Hvert par verður þannig alveg einstakt og engin tvö eins. Í stíl við stígvélin eru veski og aðrir smærri fylgihlutir. - Endilega fylgist með HALLDORA á facebook: https://www.facebook.com/HALLDORA.ICELAND/

Við hlökkum til að hafa þetta flotta handverksfólk með okkur á Handverkshátíðinni í sumar. Fylgist með á www.handverkshatid.is – á Facebook https://www.facebook.com/Handverkshatid/ og á Instagram undir Handverkshatid.

hh