Markaðsstemning á Handverkshátíð 7. -10. ágúst

Í fyrsta sinn ætlum við að bjóða upp á Handverksmarkað á Handverkshátíð. Markaðurinn verður staðsettur  í 450 m² veislutjaldi föstudaginn 8. ágúst og sunnudaginn 10. ágúst. Einstaklinum gefst þar tækifæri á að kaupa aðgang að borði annan eða báða dagana og selja sitt eigið handverk.
Pantanir sendist á netfangið esveit@esveit.is. Koma þarf fram hvort pantaðir eru báðir dagarnir eða annar og þá hvor daginn auk þess hver söluvarningurinn er. Pöntunin er ekki gild fyrr en staðfesting hefur borist. Dagurinn kostar 8.000 kr..

Við hlökkum til að bjóða enn og aftur upp á fjölbreytta og spennandi Handverkshátíð.