Öðrum degi lokið og handverksfólk og hönnuðir verðlaunaðir

Heimilisiðnaðarfélagið hlaut heiðursverðlaunin
Heimilisiðnaðarfélagið hlaut heiðursverðlaunin

Öðrum degi Handverkshátíðar er lokið. Gríðarlegur fjöldi gesta heimsótti sýninguna í dag sem lauk með grillveislu, skemmtidagskrá og verðlaunaafhendingu.
Eftirtaldir hlutu verðlaun:
Handverksmaður Handverkshátíðar 2013 var Grétar Þór Pálsson
Umsögn valnefndar: Fallegt og vel unnið handverk og heillaðist valnefnd sérstaklega af fagurlega útskornum heklunálum.
Hönnunarverðlaun Handverkshátíðar 2013 hlaut HALLDORA  
Umsögn valnefndar: Heildstæð og falleg hönnun með vísun í þjóðararfinn hvað varðar efnisnotkun og munstur. Skórnir eru mikið unnir úr íslensku hráefni eins og lambsleðri, roði, hrosshárum og hrafntinnu hraunkristöllum auk hrosshúðar. Með efnisnotkun sinni nær Halldóra að breyta efnistökum  íslensku sauðskinnsskónna í alþjóðlega hátískuvöru.
Sölubás ársins 2013 var bás Einars Gíslasonar  
Umsögn valnefndar: Sjónrænn, stílhreinn og grípandi bás þar sem söluvaran og innréttingin mynda eina heild.
Heiðursverðlaun Handverkshátíðarinnar 2013 hlaut Heimilisiðnaðarfélagið
Umsögn valnefndar: Heimilisiðnaðarfélagið hefur unnið mikið og ötult starf við að halda til haga og miðla  íslensku handverki
Best prýddi póstkassi Eyjafjarðarsveitar 2013 er póstkassinn á Hvassafelli