Öllum umsóknum hefur verið svarað

Á annað hundrað umsóknir bárust Handverkshátíð í ár. Allir sem sóttu um þátttöku hafa nú fengið svar en sérstök nefnd valdi tæplega 100 aðila sem munu sýna og selja eigið handverk og/eða hönnun.Enn og aftur getum við lofað fjölbreyttri og spennandi hátíð með fjölda nýrra sýnenda.

Nýjung! Handverksmarkaður verður í veislutjaldinu föstudag og sunnudag. Nánari upplýsingar verða birtar síðar hér á heimasíðunni og á Facebook.