Póstkassaleikur á Facebooksíðu Handverkshátíðar

Prúðbúinn póstkassi í Eyjafjarðarsveit
Prúðbúinn póstkassi í Eyjafjarðarsveit

Á Facebooksíðu Handverkshátíðarinnar er kominn í gang Póstkassaleikur þar sem hægt er að greiða atkvæði um best prýdda póstkassa Eyjafjarðarsveitar

Þeir sem taka þátt  í póstkassaleiknum geta unnið boðsmiða á Handverkshátíð og Landbúnaðarsýningu í Eyjafjarðarsveit 10. – 13. ágúst n.k. ásamt grillveislu fyrir tvo á kvöldvökunni sem haldin verður á hátíðarsvæðinu laugardagskvöldið 11. ágúst.