Prúðbúnir póstkassar í Eyjafjarðarsveit

Póstkassinn Garði
Póstkassinn Garði
Í tilefni Handverkshátíðar og Landbúnaðarssýningar hefur verið blásið til samkeppni um best prýdda póstkassa Eyjafjarðarsveitar. Íbúar hafa tekið virkan þátt og má nú sjá handverksprýdda póstkassa víða í sveitinni. Í myndasafni síðunnar má sjá nokkra kassa

Dagana 7. júlí til 10.ágúts gefst almenningi tækifæri á að velja best prýdda póstkassann en kjörkassar standa frammi hjá ferðaþjónustuaðilum sveitarinnar.

Sjá fleiri myndir á Facebook-síðu hátíðarinnar

Íbúar og gestir geta kosið sinn uppáhalds póstkassa því atkvæðaseðlar og kjörkassar liggja frammi hjá nokkrum af ferðaþjónustuaðilum sveitarinnar sem eru:
Gallerýið í sveitinni
Holtsel ísbar og verslun
Jólagarðurinn
Kaffi Kú
Silva hráfæði og grænmetisstaður
Smámunasafnið
Sundlaug Eyjafjarðarsveitar.
Upplýsingar um staðina má fá á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.eyjafjardarsveit.is/ferdathjonusta