Á útisvæði verður komið upp söguþorpi en það eru Gásahópur og Handraðinn/Laufáshópur sem ætla að taka
höndum saman við að glæða fallegt útisvæði lífi. Hugmyndin er að sýna eins konar tímavél þar sem tímabil
landnáms allt til dagsins í dag er spannað í handverki. Baðstofa og miðaldatjöld og tilheyrandi verkvinna verður viðhöfð í
þessu spennandi söguþorpi. Birgir Arason í Gullbrekku mun sýna rúning hátíðardagana, ullin verður spunnin og unnin í
söguþorpinu.