Skrímslasmiðja

Það er okkur mikið gleði efni að segja frá því að Skrímslasmiðjan verður hjá okkur á Handverkshátíðinni núna 9.-12. ágúst.

Alma Björk er eigandinn af Monstri ehf, fyrirtækinu sem stofnað var í kringum vörumerkið Skrímsli. Hún er móðir þriggja barna, frumkvöðull inn að beini og elskar það sem hún er að gera!

Það var í miðju efnahagshruni sem hugmyndin af Monstra kviknaði. Alma byrjaði að sauma peysur á sig og börnin og síðan að selja þær í galleríi foreldra sinna. Salan gekk vel og afgangar af framleiðslunni fóru að hlaðast upp og Alma vildi nýta þá til að gera eitthvað sniðugt, þá urðu skrímslin til!

Þau voru ansi skrítin útlits en vöktu svo mikla lukku að þau ruku út. Eftirspurn eftir skrímslunum jókst og fljótlega var Alma farin að kaupa afgangsefni frá ullarframleiðendum og efnaverslunum. Árið 2017 kom út fyrsta bókin um Skrímslin „Skrímslin í Hraunlandi“ sem er skrifuð af Ölmu og Eyrúnu Ósk Jónsdóttur og myndskreytt af Gróu Sif Jóelsdóttur. Ölmu finnst mikilvægt að halda í endurvinnsluna og nú í dag er þetta orðið algjört fjölskyldufyrirtæki og Skrímslin eru seld í fjölmörgun verslunum hér á landi, það er hennar von að þau veiti fólkinu sínu gleði og hamingju.

Skrímslasmiðjan verður starfandi á hátíðinni og þar geta krakkar valið sér búk og fylgihluti og látið sauma saman sitt eigið skrímsli. Við mælum með að horfa á umfjöllunina um hina vinsælu Skrímslasmiðju sem sýnd var í sjónvarpsþættinum Landinn, hér er slóð á þáttinn: http://www.ruv.is/frett/fra-vik-til-japan

Einnig er hægt að fylgjast með Skrímslunum á facebook https://www.facebook.com/theskrimslis/og skoða heimasíðuna þeirra https://www.theskrimslis.com/

svd

dcdc