Enn var slegið met í miðasölu Handverkshátíðar í dag, fyrir utan mikinn fjölda endurkomugesta. Fjöldi gesta skoðaði einnig Landbúnaðarsýningu Búnaðarsambands Eyjafjarðar í eindæma veðurblíðu sem lék við gesti og starfsfólk sýninganna.
Landssamband sauðfjárbænda bauð gestum að smakka
á heilgrilluðu lambi og Félag ungra bænda á Norðurlandi stóð fyrir kálfasýningu barna. Að auki bauð dagskrá dagsins upp
á rúningskeppni og hrútaþukl, þar sem bæði oddviti Eyjafjarðarsveitar og framkvæmdastjóri sýninganna
þurftu að lúta í lægra haldi fyrir ungum keppanda. Keppenduna má sjá á meðfylgjandi mynd en fleiri
myndir sem teknar voru í dag má sjá hér