Þráður fortíðar til framtíðar vekur athygli

Fjölmiðlar hafa verið ötulir að fjalla um Þráð fortíðar til framtíðar, samkeppni um hönnun úr íslenskri ull.

(Mynd : Benjamín Baldursson)
Þær sem standa að samkeppninni : f.v. Arndís Bergsdóttir, Anna Gunnarsdóttir, Ester Stefánsdóttir forsprakki, Margrét Lindquist, Dóróthea Jónsdóttir, Bryndís Símonardóttir.
Sjá frekari upplýsingar undir LESA MEIRA

Verður landvættunum á skjaldarmerki Íslands skipt út fyrir íslensku sauðkindina, sníðaskæri og prjóna!



Hópur norðlenskra kvenna stendur nú að nýsköpunar- og hönnunarsamkeppni undir yfirskriftinni Þráður fortíðar til framtíðar.  Þessar konur eru Dóróthea Jónsdóttir framkvæmdastjóri Handverkshátíðar við Hrafnagilsskóla, Anna Gunnarsdóttir hönnuður og listakona, Margrét Lindquist sem unnið hefur til Evrópskra gullverðlauna fyrir grafíska hönnun, Arndís Bergsdóttir hönnuður hrútahúfunnar, Bryndís Símonardóttir fagurkeri og Ester Stefánsdóttir verkefnisstjóri.


Þráður fortíðar til framtíðar
 er hönnunarsamkeppni á landsvísu þar sem íslensk ull er í aðalhlutverki. Markmið samkeppninnar er að auka fjölbreyttni í hönnun þar sem notuð er íslensk ull og verðlauna þá sem fara þar fremstir í flokki. Á þennan hátt vekjum við athygli á þeim verðmætum sem liggja í ullinni og íslenskri hönnun en sköpum samtímis jákvæða umfjöllun og aukum verðmæti þessa einstaka hráefnis.  Samkeppnin er haldin í samvinnu við Landsamtök sauðfjárbænda, Ístex hf. og Glófa ehf. 



Samkeppnin er opin öllum og er ætlað skapað einstaklingum tækifæri til að koma sér og sínum ullarvörum á framfæri.  Miðað er við að ullin sé í aðalhlutverki en það má nota hvaða hráefni sem er með henni.

Íslendingar lifðu af plágur og móðuharðindi og átti ullin þar stóran þátt.

Verður það íslenska sauðkindin og hönnun sem mun koma þjóðinni út úr kreppunni ?

Nýtum þessi verðmæti og komum þjóðarskútinni aftur á flot.

Sjá nánari upplýsingar um samkeppnina og leikreglurnar á www.handverkshatid.is.

Þráður fortíðar til framtíðar
er hönnunarsamkeppni á landsvísu þar sem íslensk ull er í aðalhlutverki. Markmið samkeppninnar er að auka áhuga á fjölbreyttri hönnun þar sem notuð er íslensk ull, annað hvort ein og sér eða með öðrum efniviði, og verðlauna þá hönnuði sem fara þar fremstir í flokki. Á þennan hátt vekjum við athygli á þeim verðmætum sem liggja í ullinni og íslenskri hönnun en sköpum samtímis jákvæða umfjöllun jafnt innan lands sem utan og aukum enn á verðmæti þessa einstaka hráefnis.