Uppsetning á Handverkshátíð 2010 formlega hafin

Uppsetning fyrir Handverkshátíð í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar og Hrafnagilsskóla komin vel í gang - nú er að setjast yfir planið og láta púslið ganga upp :) Það þarf að koma fyrir vel á annað hundrað .....


Íþróttasalur klukkan 08 laugardaginn 10.júlí 2010

sýnendum og félögum ásamt verksvæði handverksmanna - hjólhýsi rennismiða - sirkushóp - mögnuðu "söguþorpi"... þar sem landnámsmenn í miðaldatjöldum sýna verklag gamla tímans allt frá miðöldum til baðstofustemningarinnar og til nútímamannsins. Vélrúningur og landnámshænur mitt í hópi kajaksmíðahóps... Vægast sagt fjölbreytt hátíð framundan.. Allt framkvæmt með ungmennafélagsandanum þar sem hálf sveitin mun leggjast á eitt við framkvæmdina. Kvenfélög, Hjálparsveit, Ungmennafélag, Hestamannafélag, Lionsklúbbur - það er mögnuð menningin í Eyjafjarðarsveit....


Íþróttasalur klukkan 12 sunnudaginn 11.júlí