Uppsetning sýningarkerfis

Jæja þá heldur fjörið áfram, síðastliðinn föstudag mættu Guðni og Anna með sýningarkerfið norður og 20 hörkuduglegir starfskraftar frá bæði björgunarsveitinni Dalbjörg og ungmennafélaginu Samherjum komu því upp á met tíma. Hér er video af uppsetningunni þar sem sjá má hversu mikil og vönduð vinna það er að koma öllu kerfinu upp, og einnig nokkrar myndir. Við þökkum öllum þeim sem komu að þessu með okkur kærlega fyrir hjálpina, án ykkar væri þetta ekki hægt!