Frestur á innsendum munum í samkeppnina Þráður fortíðar til framtíðar hefur verið lengdur til 3.júlí af gefnu tilefni.
Það þýðir að setja má hlutina í póst þann dag, póststimpillinn gildir.
Munið að merkja muni með dulnefni, upplýsingar um sendanda skal setja í umslag og umslagið merkt með dulnefninu.
Fjöldi innsendra muna fór yfir 100 í dag og hvern dag berast fleiri.