Verðlaun og viðurkenningar

Gunnhildur Erla Þórisdóttir með Gullkálfinn Bellu
Gunnhildur Erla Þórisdóttir með Gullkálfinn Bellu

Á laugardagskvöldið var haldin hátíðarkvöldvaka sýninganna við Hrafnagil. Fyrir utan fjölmörg skemmtiatriði sem dagskrá kvöldsins bauð upp á, fór þar fram verðlaunaafhending handverksfólks og hönnuða, fyrir keppnir á vegum ungbænda og keppnina um best prýdda póstkassa Eyjafjarðarsveitar.

Handverks ársins: J. Vilhjálmsson - Icelandic knives

Hönnun ársins: Koffort  - teppapeysa

Sölubás ársins: Hugrún – íslensk.is

Heiðursverðlaun: Jenný Karlsdóttir, Munstur og menning

Best prýddi póstkassi Eyjafjarðarsveitar: Slétta, Benedikt Grétarsson og Margrét Benediktsdóttir.

Ungbóndi ársins: Jón Elvar Gunnarsson, Svertingsstöðum

Best teymdi  kálfur og gullkálfur ársins: Bella frá Rifkelsstöðum 2 - Gunnhildur Erla Þórisdóttir.

Fallegasti kálfurinn: Oktavía frá Kálfagerði - Bergþór Bjarmi Ágústsson.

Best samræmdi búningur kálfs og barns: Snjóblær frá Hvassafelli - Ólafur Tryggvason.

Myndir má sjá hér