Verðlaunahafar Handverkshátíðar 2018

Handverksmaður ársins 2018
Handverksmaður ársins 2018

Á opnunarhátíðinni á föstudagskvöldið 9. ágúst tilkynnti dómnefnd hátíðarinnar þrjá verðlaunahafa. Verðlaun voru veitt fyrir fallegasta bás ársin, nýliða ársins og handverksmann ársins. Í dómnefnd voru Bryndís Símonardóttir, Einar Gíslason og Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir. Tilnefndir fyrir fallegasta básinn voru: Dottir, Vagg og Velta, og Aldörk og var það Aldörk sem stóð uppi sem verðlaunahafi. Tilnefndir sem nýliði ársins voru: Aldörk, Yarm og Íslenskir leirfuglar og voru það Íslenskir leirfuglar sem hlutu verðlaunin. Að lokum var það handverksmaður ársins, tilnefndir voru: Þórdís Jónsdóttir – handbróderaðir púðar, Ásta Bára og Ragney og Yarm. Það var Yarm sem fékk titilinn handverksmaður ársins 2018. Við óskum þessum flottu sýnendum innilega til hamingju!

Verðlaunagripirnir voru glæsileg eldsmíðuð pitsahjól, smíðuð af eldsmiðnum Beate Stormo sem er búsett hér í Eyjafirði.