Eyfirski safnadagurinn er haldin hátíðlegur ár hvert á sumardaginn fyrsta sem í ár er 19. apríl.
Þemað í ár er "Börn og íslenski fáninn". Öll söfnin gera eitthvað í tengslum við þemað.
Opið er milli 13:00-17:00.
Frítt er inn á söfnin sem taka þátt; Davíðshús, Holt og hús Hákarla-Jörundar í Hrísey, Iðnaðarsafnið, Into the Arctic-Norðurslóðasetur, Minjasafnið á Akureyri, Mótorhjólasafnið, Nonnahús, Síldarminjasafnið Siglufirði, Smámunasafn Sverris Hermannssonar, Útgerðarminjasafnið á Grenivík og opið verður á Flugsafnið.
Nánar á facebook Eyfirski safnadagurinn 19. apríl.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.