Fréttayfirlit

Vetrarlokun er hafin á Smámunasafninu

Hægt er að panta fyrir hópa hjá Minjasafninu; sími: 462-4162 eða senda tölvupóst á minjasafnid@minjasafnid.is
24.08.2023
Fréttir

Sumaropnun 2022

Miðvikudaginn 1. júní nk. hefst sumaropnun 2022 á Smámunasafninu. Opnunartími er 13:00-17:00 alla daga fram til 15. september. Boðið er uppá leiðsögn, ratleik fyrir börnin og hægt er að skoða Saurbæjarkirkju. Á Kaffistofu safnsins eru til sölu ljúffengar sveitavöfflur með heimagerðum sultum og ekta rjóma, ásamt úrvali drykkja. Í Smámunabúðinni er gott úrval af handverki og hönnun héðan úr Eyjafjarðarsveit. Sjón er sögu ríkari. Verið hjartanlega velkomin í frólega og skemmtilega heimsókn. Stúlkurnar á Smámunasafninu.
25.05.2022
Fréttir

Vetrarlokun er hafin á Smámunasafninu

Við þökkum öllum þeim fjölda gesta sem komu í heimsókn í sumar. Hlökkum til að sjá ykkur næsta sumar.
31.08.2020
Fréttir

Lokað vegna rafmagnsleysis

ATH. Vegna rafmagnsleysis og viðgerða Rarik er Smámunasafnið lokað í dag 5. ágúst 2020. Við biðjumst velvirðingar , kveðja stúlkurnar á Smámunasafninu.
05.08.2020
Fréttir

Gestir á Smámunasafninu

Á morgun, laugardaginn 18. maí koma á safnið góðir gestir, þeir John Bodinger sem er dósent í mannfræði við Susquehanna háskóla í Bandaríkjunum og Sigurjón Baldur Hafsteinsson er prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands.
17.05.2019

Sumaropnun Smámunasafnsins

Fimmtudaginn 16. maí hefst sumaropnunin á Smámunasafninu. Eins og undanfarin ár verður opið daglega frá kl. 11-17. Á Kaffistofunni eru til sölu ljúffengu sveitavöfflurnar með heimagerðu sultutaui og ekta rjóma ásamt úrvali drykkja. Í Smámunabúðinni er til sölu úrval af handverki og hönnun héðan úr Eyjafjarðarsveit. Sjón er sögu ríkari.
14.05.2019

Eyfirski safnadagurinn 19. APRÍL

Eyfirski safnadagurinn er haldin hátíðlegur ár hvert á sumardaginn fyrsta sem í ár er 19. apríl. Þemað í ár er "Börn og íslenski fáninn". Öll söfnin gera eitthvað í tengslum við þemað. Opið er milli 13:00-17:00.
17.04.2018

Pönnukökudagur á Smámunasafninu

Laugardaginn næsta, 16. september, verður hinn árlegi pönnuköku- og markaðsdagur á safninu milli kl. 13:00 og 17:00. Er þetta jafnframt síðasti opnunardagur hjá okkur þetta sumarið. Leiðsögn verður um Saurbæjarkirkju milli kl. 14:00 og 17:00. Ýmsir aðilar verða með vörur sínar til sölu t.d. grænmeti, kex, sultur, kort, dagatöl, smá dót og fl. Ath. það er ekki posi á markaðnum. Að sjálfsögðu verðum við með ljúffengar pönnukökur í ýmsum útgáfum og heitt á könnunni á Kaffistofunni. Verið hjartanlega velkomin. Stúlkurnar á Smámunasafninu.
14.09.2017

Opnunardagar í september 2017

Lokað verður fimmtudaginn 7. september. Opið verður á föstudaginn 8. september milli kl. 13:00-17:00. Dagana 9.-16. september verður opið milli kl. 11:00-17:00. Síðasti opnunardagur haustsins verður laugardagurinn 16. september, nánar auglýst síðar.
05.09.2017
Fréttir

Smámunasafnið lokað 23.-24. ágúst vegna óviðráðanlegra orsaka

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður Smámunsafn Sverris Hermannssonar lokað miðvikudag og fimmtudag 23. og 24. ágúst. Opnum aftur á föstudaginn 25. ágúst kl. 11:00-17:00.
23.08.2017
Fréttir