Síðsumarmarkaður á Smámunasafninu

Nú um helgina ætlum við að halda Síðsumarmarkað á Smámunasafninu. Kvenfélagið Hjálpin verður með sitt sívinsæla Hjálparkex og ýmsar tegundir af sultum, spákona verður á laugardeginum milli kl. 12 og 14 og á sunnudeginum milli kl. 14 og 16. Ýmiskonar handverk verður til sölu, til dæmis ; kerti, smekkir, heklaðar krukkur, handunnar sápur, barnaföt, bútasaumur, borðbúnaður, tekkhillur og margt, margt fleira. 

 

Er ekki upplagt að byrja jólagjafainnkaupin? 

 

Svo má ekki gleyma hinum ljúffengu sveitavöfflum á kaffistofu Safnsins.

Verið hjartanlega velkomin.

 

Kveðjur,

Stelpurnar á Smámunasafninu.

 

Ps. ath það er ekki posi á markaðnum.