Skottsala & spákona á Smámunasafni Sverris Hermannssonar

Stúlkurnar á Smámunasafninu ætla að halda skottsölu laugardaginn 23. júlí næstkomandi, þar sem sveitungar opna skott sín og selja ýmsann varning.

Skottsölumarkaður og spákona verða á Smámunasafni Sverris Hermannssonar á morgun, laugardaginn 23.júlí.

Spákona verður á Smámunasafninu á milli kl. 13-15.

Boðið verður uppá leiðsögn um Saurbæjarkirkju frá kl. 15-17.
... og að sjálfsögðu verður boðið uppá leiðsögn um Smámunasafnið allan daginn, jafnt sem alla daga.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest,
Stúlkurnar á Smámunasafninu.

Hér að neðan er linkur inná Facebook-viðburðinn okkar :
https://www.facebook.com/events/117106892060076/