Smámunasafn Sverris Hermannssonar - Eyfirski Safnadagurinn

Smámunasafnið er opið á sumardaginn fyrsta, 23. apríl frá kl. 11:00 – 17:00.

Safnið er ekki minjasafn, landbúnaðarsafn, verkfærasafn, búsáhaldasafn, naglasafn, járnsmíðasafn eða lyklasafn heldur allt þetta og meira til.
Sýning er í anddyrinu á munum sem unnir hafa verið af vinnuhópi kringum altarisklæðið frá Miklagarði. Sýningin er styrkt af Menningarráði Eyþings og Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar.