Markaður og rífandi stemning verður við Smámunasafnið helgina 25-26 júlí á opnunartíma safnsins kl. 11-17. Ýmsir aðilar verða með allskonar til sölu ; fatnað, leirtau, klukkur og allt þar á milli. Um helgina verður jafnframt haldið uppá 12 ára afmæli Smámunasafnsins og boðið upp á leiðsögn um safnið. Þuríður og Reynir Schiöth flytja lifandi tónlist báða dagana á milli kl. 14 og 16.
Við vekjum athygli á smásýningunni ,,Konurnar á Smámunasafninu" þar sem leitast er við að gera konum sem tengjast safninu á einn eða annan hátt örlítil skil í tilefni af kosningaafmæli kvenna.
Verið hjartanlega velkomin :)