Sverrir Hermannsson afhendir safn sitt til Eyjafjarðarsveitar

Smámunasafn
Hólmgeir Karlsson oddviti, Sverrir Hermannsson og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri
Hólmgeir Karlsson oddviti, Sverrir Hermannsson og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri
Það var á opnunarhátíð safnsins, þann 26.júlí 2003, sem Sverrir Hermannsson afhendir Eyjafjarðarsveit Smámunasafnið.  Hólmgeir Karlsson oddviti og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri veita safninu viðtöku fyrir hönd sveitarinnar með eftirfarandi orðum:
Til hjónanna Sverris Hermannssonar, húsasmíðameistara og Auðar Jónsdóttur Akureyri. Í dag 26.júlí 2003 er Smámunasafn Sverris Hermannssonar opnað í Sólgarði í Eyjafjarðarsveit. Það er Eyjafjarðarsveit í senn heiður og ánægja að fá það hlutverk að varðveita safn ykkar komandi kynslóðum til fróðleiks og gleði. Hafið þið heila þökk fyrir höfðinglega gjöf sem vitnar um óvenjulega natni og merklegt ævistarf. Sveitastjórn Eyjafjarðarsveitar