Auglýsingablaðið

560. TBL 27. janúar 2011 kl. 15:18 - 15:18 Eldri-fundur

Efnistökusvæði í Eyjafjarðarsveit – breyting á aðalskipulagi
Lagfæring á auglýsingu frá 24. janúar 2011.
í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 18. janúar 2011, er hér með auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 vegna efnistökusvæða skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og umhverfisskýrsla áætlunarinnar skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Skipulagið nær til alls sveitarfélagsins.
Markmið tillögunnar er að ná heildarsýn yfir efnistöku innan sveitarfélagsins, tryggja framboð efnis en jafnframt stýringu á efnistöku, með tilliti til verndar og viðhaldi lífríkis. Reynt skal að hafa vegalengdir vegna efnisflutninga sem stystar en að efnistaka verði þó á tiltölulega fáum stöðum í einu.
Skipulagið, sem er sett fram í greinargerð og á uppdrætti og fylgiskjöl með skipulaginu ásamt umhverfisskýrslu eru til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Tillögurnar liggja einnig frammi á Skipulagsstofnun og á heimasíðu sveitarfélagsins
www.eyjafjardarsveit.is
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 8. mars 2011. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar


Arnarholt í Leifsstaðabrúnum – deiliskipulag
í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 10. desember 2010, er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi 4 frístundalóða á Arnarholti, skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Arnarholt er 1,34 ha. spilda í Leifsstaðabrúnum. Tillagan er í samræmi við aðalskipulag. Skipulagið ásamt greinargerð er til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og á heimasíðu sveitarfélagsins www.eyjafjardarsveit.is.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir er til og með 23. feb. n.k.
Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests telst samþykkur henni. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Sveitarstjóri


Aðalfundur kvenfélagsins Iðunnar
Aðalfundur kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn 5. febrúar 2011, kl. 11 í Laugarborg. Nýjar konur velkomnar.
Kveðja, stjórnin


Sunnudagaskólinn
Minnum á næstu samveru sunnudagaskólans í Hjartanu í Hrafnagilsskóla, sunnudaginn 30. janúar milli kl. 11 og 12. Söngur, glens og gaman....allir velkomnir.
Starfsfólk Sunnudagaskólans

 

Starfsfólk óskast
Hrafnagilsskóli, leikskóladeild óskar eftir að ráða starfsmann. Við leggjum áherslu á leikinn sem námsleið barnsins, málrækt, hreyfingu, tónlist og samstarf leik- og grunnskóla. Við vinnum með dygðir og fléttum þeim inn í allt starf skólans. Við óskum eftir kennurum sem geta unnið sjálfstætt, eru jákvæðir, ábyrgir og eiga auðvelt með mannleg samskipti.
Nánari upplýsingar veita Sigurveig og Heleen í síma 464-8120/464-8122.
Hægt er að senda umsóknir í tölvupósti á sigurveig@krummi.is
Hrafnagilsskóli, leikskóladeild


BINGó BINGó BINGó !!!
Bingó verður haldið í Laugarborg, fimmtudaginn 3. febrúar milli kl. 16:30 og 18:30. Fullt af flottum vinningum! Kaffi, gos og aðrar veitingar verða seld á staðnum. Hvert bingóspjald kostar 500 krónur. ágóði af bingóinu rennur í ferðasjóð bekkjarins. Athugið, við erum ekki með posa. Vonumst til að sjá ykkur öll!
Kveðja, nemendur í 10. bekk Hrafnagilsskóla


Kirkjukórsfélagar!
Munið æfingu og aðalfund, mánudagskvöldið 31. janúar kl. 20:30, í Laugarborg.
Gamla stjórnin


Aðalfundur Funa
Aðalfundur Hestamannafélagsins Funa verður haldinn mánudaginn 7. febrúar kl. 20.30 í Funaborg.
Dagskrá: - venjuleg aðalfundarstörf - kynning á niðurstöðum varðandi fjármögnun á Melgerðismelum - möguleg sala á hesthúsinu- önnur mál
Stjórnin


Er ekki tími til komin að dansa !!!  Síðasti séns að skrá sig !!!
Cha cha, Samba, Jive, Enskur vals, Vínar vals, Tjútt, gömlu dansarnir og margt fleira. Byrjendahópur verður á þriðjudögum ef næg þáttaka fæst kl. 21.00, byrjum 1. feb. 10 skipti. Konuhópurinn verður á sínum stað á þriðjudögum kl. 20.00-21.00 og byrjar 1. febrúar.
Nú svo ef einhverjir kunna nú eitthvað fyrir sér í dansinum, en hafa tekið sér pásu, þá er framhaldshópur á fimmtudögum kl. 19.30. Kennsla fer fram í Laugarborg. Nánari upplýsingar í síma 891-6276.
Danskveðjur, Elín Halldórsdóttir


Húsnæði óskast
Erum 4ja manna fjölskylda sem óskar eftir 4-5 herbergja íbúð/húsi í nágrenni Akureyrar. Gæludýr verða að vera leyfð. Erum skilvís og reglusöm. Frekari upplýsingar hjá Hafdísi í síma 865-0707 eða á netfangið hafdisben@internet.is
Hafdís


Reiðhjól í óskilum
Catic-Helix, svart og rautt með dempurum að framan. Nánari upplýsingar veitir Sigurveig í síma 464-8120/464-8122.

Getum við bætt efni síðunnar?