Auglýsingablaðið

599. TBL 27. október 2011 kl. 09:09 - 09:09 Eldri-fundur

Eyvindur 2011
þá er undirbúningur hafinn að útgáfu Eyvindar 2011 og auglýsir ritnefndin hér með eftir efni í blaðið.  Frásagnir og sögur, ljóð og vísur, myndir og gamanmál, eða bara hvað sem er, allt kemur til greina. Hægt er að koma efni til okkar í tölvupósti eða síma.
Páll Ingvarsson pall_reyk@nett.is
Helga Gunnlaugsdóttir helgagunnl@simnet.is
Benjamín Baldursson tjarnir@simnet.is
Hannes örn Blandon Hannes.Blandon@kirkjan.is
Margrét Aradóttir mara@simnet.is
Ingibjörg Jónsdóttir sími 463-1381

 

Lagakeppni
ákveðið hefur verið að skilafrestur verði 3 nóvember.
Menningarmálanefnd í samstarfi við Tónlistarskóla Eyjafjarðar ætla að efna til lagakeppni til minningar um Garðar Karlsson kennara sem lést fyrir tíu árum.
Fyrirkomulagið er með þessu móti:

   *Hámarkslengd hvers lags er 4. mínútur
   *Skilafrestur er til og með 3. nóvember.
   *Lögum þarf að skila á nótum eða upptökum undir dulnefni og rétt nafn höfundar þarf
     að fylgja með lokuðu umslagi.
   *Utanaðkomandi dómnefnd mun svo velja 6 lög sem verða æfð og flutt á 1. des. hátíð
     menningarmálanefndar.
   *þátttökurétt hafa allir íbúar Eyjafjarðarsveitar og nemendur Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
   *Engin takmörk eru á tegund tónlistar.

Nánari upplýsingar gefur Eiríkur G. Stephensen í síma 868-3795 og í netfangi te@krummi.is

 

Dyngjan-listhús  Fífilbrekku
Vattarsaumsnámskeið verður haldið í litla rauða húsinu við Dyngjuna 27. október og 3. nóvember frá 16.00-19.00.
árið 1889 fundu menn vattarsaumaðan vettling er þeir voru að grafa tóft fyrir nýju húsi á Arnheiðarstöðum á Fljótsdalshéraði. Er talið að þessi vöttur sé frá 10. öld. En vattarsaumur er forn sauma aðferð sem notuð var áður en íslendingar lærðu að prjóna. Skráning og nánari upplýsingar í hadda@simnet.is eða 899-8770. https://www.facebook.com/dyngjanlisthus

 

Kaffi Kú
Atli og Bobbi verða á sínum stað og munu leika gamla og nýja slagara á Kaffi Kú næstkomandi laugardagskvöld frá kl. 22.
 það er nú ekki allt, mjög líklega mun kýrin Sigga mæta í mjaltir um leið og Bobbi tekur gítarsóló og má fylgjast með því á sjónvarpskjánum við afgreiðsluborðið, um leið og rennt er yfir þau freistandi tilboð sem þar eru í gangi.
Mjög líklegt er að Axel mæti, bara spurning með hverjum hann mætir ;-)
Opnunartími er frá kl. 14-01 á laugardögum og frá kl. 14-18 á sunnudögum.
Verið velkomin

 

Hrossaeigendur og örmerkingarmenn athugið
Rauðstjörnótt hryssa ca. 2. vetra er í óskilum eftir stóðréttir í öngulsstaðarhreppi. Merin er örmerkt en merkið ekki skráð. örmerkið er 352098100039970 og er keypt frá Distica/Visitor. Vinsamlegast athugið einnig hvort hryssa með þessari lýsingu hefur verið dregin í misgripum því vitað er um að slíka hryssu vantar.
Frekar upplýsingar veitir Hörður í síma 897-2942 eða 462-4942.

 

Afmæli – opið hús 12. nóv.
í tilefni af 123 ára afmæli okkar hjóna í Litla-Dal þann 13. nóvember n.k. þá langar okkur að bjóða vinum, vandamönnum og sveitungum á opið hús í Funaborg laugardagskvöldið 12. nóv.
Jónas, bráðum sextugur og Kristín.

Getum við bætt efni síðunnar?