Auglýsingablaðið

600. TBL 03. nóvember 2011 kl. 10:45 - 10:45 Eldri-fundur

Tilkynning frá Dalbjörgu
Dagana 3.-6. nóvember stendur yfir árleg yfirferð reykskynjara í sveitinni og munum við jafnframt bjóða neyðarkallinn til sölu sem er árleg fjáröflun hjálparsveitanna. Við viljum hvetja fólk til að taka vel á móti okkar fólki og styrkja öfluga hjálparsveit í heimabyggð.
Kveðja Hjálparsveitin Dalbjörg


Hundaskráning
Samið hefur verið við Hjálparsveitina Dalbjörgu um að yfirfara skráningu hunda í sveitarfélaginu, í árlegri ferð sinni um sveitarfélagið. Vinsamlegast takið vel á móti þeim og veitið upplýsingar um þá hunda sem eru á heimilinu. óskráða hunda skal skrá á skrifstofu sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri


Frá Félagi aldraðra Eyjafirði
Stjórn félagsins verður með opið hús laugardaginn 5. nóvember kl. 14-16 í Félagsborg. Kynnt verður starfsemi félagsins og málin rædd. þeir sem óska eftir að skrá sig í félagið en hafa ekki tök á að mæta á þessum tíma geta skráð sig með nafni, kennitölu og heimilisfangi á eftirtalin netföng: jongudny@simnet.is og baldurella@simnet.is.
þið sem hafið náð 60 ára aldri verið velkomin til okkar í kaffi og vöfflur og til að fræðast um hvað er í boði fyrir heldri borgara.
Stjórnin


Frá Laugalandsprestakalli
ég minni á sunnudagaskólann næsta sunnudag kl.11:00 í Hjartanu.
þá er messa allra heilagra sunnudaginn 6.nóvember kl. 21:00 í Munkaþverárkirkju. Við minnumst látinna ástvina.
í Guðs friði, Hannes


Fræðslufyrirlestur
Fimmtudagskvöldið 3. nóvember ríður Gestur Páll Júlíusson dýralæknir á vaðið með fyrsta fræðslufyrirlesturinn í vetur. Gestur mun fara yfir helstu atriðin sem huga þarf að hvað varðar heilsufar hesta yfir haust og vetrartímann. Funaborg opnar kl. 20 og fyrirlesturinn hefst kl. 20:30.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og frítt inn. Að sjálfsögðu verður heitt á könnuni og bakkelsi með líkt og áður.
Fræðslufyrirlestrar Funa verða haldnir fyrsta fimmtudag í mánuði í vetur að Funaborg. Binni í Hólsgerði mun svo taka við keflinu af Gesti og halda uppi fróðleiknum fyrsta fimmtudag í desember.
Fræðslunefnd Funa


Eyvindur 2011
þá er undirbúningur hafinn að útgáfu Eyvindar 2011 og auglýsir ritnefndin hér með eftir efni í blaðið.  Frásagnir og sögur, ljóð og vísur, myndir og gamanmál, eða bara hvað sem er, allt kemur til greina. Hægt er að koma efni til okkar í tölvupósti eða síma. Páll Ingvarsson pall_reyk@nett.is, Helga Gunnlaugsdóttir helgagunnl@simnet.is
Benjamín Baldursson tjarnir@simnet.is, Hannes örn Blandon Hannes.Blandon@kirkjan.is, Margrét Aradóttir mara@simnet.is og/eða Ingibjörg Jónsdóttir sími 463-1381


Aldan-Voröld
Starfsdagur KSE verður í árskógi laugardaginn 5. nóv. kl. 10 – 14. Vinsamlega látið Jófríði vita ef einhver ætlar að fara og vill leifa fleirum að fá far með sér.  Minnum svo á hittinginn kl. 11:30 (hádegismatur) mánudaginn 14. nóv.  og takið frá föstudagskvöldið 2. des. því þá verður væntanlega jólafundurinn.
Stjórnin


Til sölu
Hef til sölu hálfslitin jeppadekk með nöglum stærð; 235 / 70 16” undan Hunday Santa Fe. Tilboð óskast. Acer Extansa 5620 fartölva, Windows Vista Business, 160 GB HDD, nýtt batterí, 4 USB og 1 Firewire tengi, kortalesari, Office 2007 og Nero 9 (bæði löglegt) og ýmislegt fleira í tölvunni eins og Stóra tölvuorðabókin. Verð: 45.000.- Nuddbekkur 70 x 180 samanbrjótanlegur, smíðaður á Akureyri. Upplýsingar í síma 861-6633


Hjálparkonur!
Haustfundur kvenfélagsins Hjálparinnar verður haldinn í Funaborg þann 11. nóvember og hefst kl. 20:30 þar ætlum við að fara yfir dagskrá vetrarins og ræða önnur mál sem eru í brennidepli. Súpa og meðlæti verða á boðstólnum.Vonum við að sem flestar sjái sér fært að mæta og eiga góða stund saman.
Stjórnin


Uppsalakarnival
Laugardagskvöldið 5. nóvember munum við á Kaffi Kú halda áfram að skapa létta og notalega stemningu. Til að hjálpa okkur við það munu þau Jóhann Axel, Sigríður, Bobbi og hugsanlega fleiri (Ingi, Freysi..) halda uppi stemmingunni. Lagalistinn hefur ekki verið opinberaður en þau lofa góðri skemmtun.
Gúllassúpan er enn til staðar þó margir vilji eigna sér hana og er hún margfalt matarmeiri en skyndibitinn. Tvær nýjar tegundir af bakkelsi munu bætast á töfluna núna um helgina; eitt möffins og ein terta.
Opnunartími staðarins er frá kl. 14-01 á laugardögum og frá kl. 14-18 á sunnudögum.
Verið velkomin

 

Getum við bætt efni síðunnar?