Auglýsingablaðið

736. TBL 19. júní 2014 kl. 10:29 - 10:29 Eldri-fundur

450. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi skrifstofu, Skólatröð 9, fimmtudaginn 19. júní og hefst hann kl. 16:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar sem og á heimasíðu sveitarfélagsins.


Timbur- og járngámar

Timbur- og járngámar verða staðsettir við Rifkelsstaði og Vatnsenda frá föstudeginum 20. júní n.k. til mánudagsins 1. júlí og verða þá fluttir að þverá og Litla-Garði.


Sumarstörf námsmanna hjá Eyjafjarðarsveit

Eyjafjarðarsveit auglýsir sumarstörf námsmanna í samstarfi við Vinnumálastofnun. Störfin eru við ýmis verkefni á vegum sveitarfélagsins.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu sveitarfélagsins.
Umsóknarfrestur vegna sumarstarfa námsmanna er til 25. júní n.k.


Starfsmaður óskast í almenna heimþjónustu

Nánari upplýsingar á skrifstofu í síma 463-0600 og/eða í tölvupósti esveit@esveit.is


Skógarganga í Reykhúsaskógi

Fimmtudaginn 19 júní kl. 20:00 stendur Skógræktarfélag Eyfirðinga fyrir skógargöngu í Reykhúsaskógi. Lagt verður af stað frá bílastæði Kristnesspítala en skógarbændurnir í Reykhúsum, þau Anna Guðmundsdóttir og Páll Ingvarson munu leiða gönguna, sýna áhugaverða staði í skóginum og að sjálfsögðu verður boðið upp á ketilkaffi.
Allir hjartanlega velkomnir.    Skógræktarfélag Eyfirðinga


Jónsmessu-gönguferð á Haus
Ungmennafélagið Samherjar stendur fyrir skemmtilegri Jónsmessu-gönguferð upp á Haus (nyrsta hluta Uppsalahnjúks) mánudagskvöldið 23. júní. Við ætlum að hittast á planinu við sumarbústaðinn (beygja til austurs við öngulsstaði) um kl. 20:00. Allir eru velkomnir með, jafnt stórir sem smáir og gönguhraða verður haldið í lágmarki svo allir geta tekið þátt. Vonumst til að sjá sem flesta!
Stjórn Samherja


Keppnisgallar UMF Samherja
Við minnum á að þeir sem vilja panta keppnisgalla UMF Samherja (treyja, stuttbuxur og sokkar) geta haft samband við Brynhildi fyrir 27. júní í gegnum netfangið brynhildurb@unak.is eða í síma 863-4085. Við pöntun þarf að taka fram stærð og áletrun (nafn og númer). Gallarnir kosta 5.500 kr.


Ungfolahólf NáTTFARA 2014 
Hrossaræktarfélagið NáTTFARI býður upp á hagabeit fyrir ungfola. Um er að ræða tvö hólf; annað í Samkomugerði fyrir yngri folana og hitt í Melgerði fyrir þá eldri. Stefnt er að því að sleppa folum sunnudaginn 22. júní milli kl. 20:00 og 22:00. þeir sem vilja nýta sér hagabeitina sendi upplýsingar um fæðingarnúmer, nafn, uppruna, lit og örmerki á netfangið holsgerdi@simnet.is. Vera folanna í hólfunum er á ábyrgð eigenda/umráðamanna.
Stjórn Náttfara


Vorfundur !
þann 19. júní kl. 20:00 ætlar kvenfélagið Hjálpin að halda vorfund sinn í Funaborg, þar sem bæði gaman og alvara verða við völd, svo endilega takið daginn frá.   Stjórnin


ágætu Funafélagar, hestamenn og sveitungar
Laugardaginn 21. júní:
• Vinnudagur verður á Melgerðismelum milli kl. 13:00-17:00. Farið verður í almenna tiltekt, girðingarvinnu og smíðavinnu. Gott væri ef menn tækju með verkfæri í samræmi við þessi verkefni.
• Um kvöldið verður grill frá kl. 19:00-20:00. Funi sér um meðlætið og að hafa grillið heitt, hver og einn tekur með sér kjöt að eigin vali. 
• Að loknum kvöldmat verður sameiginlegur reiðtúr á Melgerðismelum frá kl. 20:30-22:00.
Sunnudaginn 22. júlí:
• Messureið.  Riðið verður frá Melgerðismelum til messu í Grundarkirkju. Haldið verður frá Melgerðismelum kl. 12:30 stundvíslega. Messan hefst kl. 13:30.
Vonumst til að sjá sem flesta.  Allir velkomnir.  Stjórn og ferðanefnd Funa


Kæru sveitungar
ég neita að trúa því að nokkur ykkar sé svo siðblindur að hann að óþörfu opni afréttarhliðið hjá Seljahlíð og skilji það eftir opið.
ég bið alla sem erindi eiga um dalinn að láta vita ef þetta hlið stendur opið. Jafnframt vil ég þakka Jónatan drengskapinn að koma og láta vita.
Kveðja Ingibjörg Gnúpufelli


álfagallerýið Við Teig Eyjafjarðarsveit   Opið frá kl. 11.00-18.00 alla daga í sumar!
Fjölbreytt og fallegt handverk m.a. leirvörur, glervörur og handmálað postulín. Málaðir steinakarlar og konur. Vélútsaumur. Kerti með ljósmyndum. Dömufatnaður og ungbarnafatnaður, saumað, heklað eða prjónað. úrval af hekluðum og prjónuðum ullarvörum og lopapeysum á alla fjölskylduna. Skartgripir og skrautmunir.
Verðum með tískusýningu á Fíflahátíðinni á Lamb Inn laugardaginn 21. júní.
Sumarkveðja :-)


Naglaskúr HAB + leirburður =
Nú er byrjuð sumarsæla,
neglur láta á sér kræla.
í því þarftu þá að pæla,
þarfan tíma þér að næla.

Hefðbundið UV ljós og efni:   
Raspa, klípa, snyrta, klippa,    
„kjarki“ kannski í þig sippa!   
Fingrum undan „hita“ kippa,  
með liti jafnvel líka flippa :-)   

Ný efni og LED ljós:
LED ljós hafa karlmenn ginnt
en LED-ið getur fleirum sinnt.
Af því kemur enginn stingur
sem að meiðir þína fingur! ;-)



Fíflahátíð Lamb Inn öngulsstöðum 21. júní
Sjá nánar í N4 Dagskránni og/eða á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar
*Haushlaup kl. 10:00; frá Lamb Inn og upp á Haus.
*Alveg úti á túni frá kl. 14:00-16:00!
 *Söngkeppni barna.
 *Hljómsveit Hrafnagilsskóla sem gerði góða hluti í SAMFéS-keppninni sl vetur.
 *Atriði úr Grease í flutningi nemenda úr Hrafnagilsskóla.
 *Froðuboltamót 3 á 3, skráning á staðnum.
 *Tískusýning frá Galleríinu á Teigi.
 *Uppskriftakeppni. Lumar þú á uppskrift sem inniheldur túnfífil?
 *Skottsala – markaður. Eins manns rusl er annars gull.
 *Kynning á Muurikka pönnum, þorsteinn þráinsson frá ísafirði sýnir þessar frábæru pönnur og gefur smakk.
Kaffi, lummur og smákökur í boði yfir daginn.
Við opnum svo Lamb Inn veitingastaðinn formlega þetta kvöld með lambalærishlaðborði milli kl. 18:00 og 21:00. Lifandi tónlist undir borðum. Borðapantanir í síma 463-1500. Ungtenórarnir Birgir Björnsson, Arnar árnason og Gísli Rúnar Víðis syngja við undirleik Reynis Schiöth.
því miður fellur kvöldvakan niður þetta árið vegna anna í „heysköpum“ í sveitinni!
Verðlaun koma frá Norðlenska, Silvu, Prima-Vilko og Lamb Inn

Getum við bætt efni síðunnar?