Auglýsingablaðið

753. TBL 17. október 2014 kl. 09:07 - 09:07 Eldri-fundur

Fjárhagsáætlunargerð 2015
Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Eyjafjarðarsveitar fyrir árin 2015-2018 . Því er auglýst eftir erindum, umsóknum, tillögum og ábendingum íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja í Eyjafjarðarsveit um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar.
Þeir aðilar sem vilja koma með erindi, umsóknir, tillögur og/eða ábendingar er bent á að senda þær á esveit@esveit.is í síðasta lagi 31. október 2014.
Sveitarstjóri

Aðalfundur Foreldrafélags Hrafnagilsskóla fyrir skólaárið 2014-2015 verður haldinn fimmtudaginn 23. október kl. 20:30 í stofum 6 og 7 í Hrafnagilsskóla.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf auk umræðna um facebook og breytingar á innheimtu félagsgjalda. Auður Th. Jónasdóttir mun halda fyrirlestur um foreldrahlutverkið og léttar veitingar verða í boði.
Hlökkum til að sjá sem flesta foreldra
Kveðja foreldrafélagið

Frá Félagi eldri borgara í Eyjafirði
Spilavist, spilavist, spilavist.
Spiluð verður félagsvist í Félagsborg fimmtudaginn 23. október kl. 14:00.
Góð verðlaun.- Sjáumst sem flest.
Stjórnin (Baldur, Hildur, Vigfús, Valgerður og Þuríður).

Styrktartónleikar minningarsjóðs Garðars Karlssonar í Laugarborg sunnudaginn 19. október kl. 16:00
Þema tónleikanna er þjóðlög. Fram koma nemendur skólans auk kennara. Gestaflytjendur eru skólakór Hrafnagilsskóla. 
Miðaverð er 1.500 kr. og rennur allur ágóðinn í minningarsjóðinn.
Miðasala við innganginn.
Tónlistarskóli Eyjafjarðar.

Heilsueflandi samfélag!!
Sveitaþrek hefur aftur hafið störf eftir langt og gott sumarfrí. Ef þú hefur áhuga á að stunda fjölbreytta og holla hreyfingu í góðum hópi fólks kl. 6:05 á mánudags- og fimmtudagsmorgnum (til að byrja með) þá endilega láttu sjá þig við Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar á þessum dögum. Til að byrja með verðum við úti en forðum okkur svo inn í hlýjuna í íþróttahúsinu þegar veðrið fer að verða andstyggilegt.
Endilega láttu sjá þig!!
Frekari upplýsingar veitir Arnar í síma: 863-2513

Er tölvan með stæla?
Tek að mér viðgerðir á tölvum. Tek einnig að mér heimasíðugerð fyrir stórar sem litlar heimasíður. Skjót og góð þjónusta.
Hans Rúnar Snorrason
GSM: 860-2064 eða hansrunar@gmail.com

Námskeið í gerð faldbúnings í Laugalandsskóla Eyjafjarðarsveit 
Helgina 18. – 19. október verða kennarar frá Heimilisiðnaðarfélaginu með námskeið í gerð hins fallega faldbúnings. Námskeiðið er ætlað bæði byrjendum og lengra komnum. 

Allar upplýsingar verða veittar um faldbúninginn og aðstoð við val á litum og mynstri á pils. Búningurinn er klæðskerasniðinn og máltaka verður í fyrsta tíma.
• Baldýring
Baldýring eða gullsaumur er gömul útsaumsgerð sem finnst víða um heim. Á Íslandi hefur þessi aðferð einna helst verið notuð á þjóðbúningum og kirkjulegum útsaumi. Kennd eru grunnatriði í baldýringu og uppsetning á upphlutsborðum.
• Perlusaumur og flauelsskurður
Útsaumsaðferðir sem notaðar eru til að skreyta meðal annars kraga á faldbúningum.
• Blómstursaumur
Blómstursaumur er mikið notaður í útsaum á faldbúnings pilsin. Aðstoðað verður við val á mynstri á pils og litasamsetningu í jurtalituðu bandi.
• Undirpils fyrir þjóðbúninga
Ef næg þátttaka fæst verður einnig mögulegt að bjóða upp á námskeið í gerð undirpils fyrir þjóðbúninga. Á þessu námskeiði er saumað undirpils fyrir 19. eða 20. aldar búning.
Klæðskerasniðið undirpils sem fer vel undir pilsinu svo það beri sig betur.

Kennt verður laugardaginn 18. október kl. 10:15-13:15 og kl. 14:00 -17:00. Sunnudaginn 19. okt. verður kennt frá kl. 10:00- 13:00 og kl. 14:00- 17:00.
Verð á námskeiði fyrir alla helgina er 26.000 kr.
Nánari upplýsingar veitir Heimilisiðnaðarfélagið s. 551-7800/ 551-500. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið skoli@heimilisidnadur.is.

Loksins - konukvöld á Silvu mánudaginn 20. október kl. 20:00 – 22:00
Aðgangur ókeypis - Fordrykkur að hætti Silvu í boði hússins.
Kaffihlaðborð, skemmtilegar vörur og þjónusta til sölu og sýnis. Skemmtun og fróðleikur í bland. Gott tækifæri til að hitta sveitungana yfir kaffibolla og fræðast í leiðinni. 
Á staðnum verða m.a.: 
Björg Kristín með Vemma vítamín og fleiri drykki, Ásta Stefáns með barnavörur og kerti, Vilborg Dan með heilsusteina, Eygló með Young Living kjarnaolíur og íslenskt jurtate, Helena Ketils með ráðleggingar um olíur fyrir dýr, Sigríður Sólarljós með spil og spár, Ásdís í Álfakoti með skemmtilegar gjafahugmyndir, Helga Eymunds með Friendtex vörurnar, Kristín Sigurðar með silung, Stefanía með keramik, RósArt málverk, Volare og NuSkin snyrtivörur og sitthvað fleira sem kemur á óvart.
Gerður Ósk jógakennari og Kristín Steindórsdóttir næringarþerapisti verða með fróðleg innlegg.
Verið hjartanlega velkomnar

Til sölu nagladekk á felgum stærð 215/70R16 sem passa undir Hyundai Tucson.
Verð kr. 50.000. 
Kristinn sími: 862-6833

Getum við bætt efni síðunnar?